Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1904, Page 44

Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1904, Page 44
42 og flugi “ eftir St. G. Stefánsson, pappfrínn er mjög góöur og fínn en heldur þunnur. Prentiö er gott. Síguröur er einn af þeim mönnum, sem ekki standa við í staö. Og honum fer allt af fram. Aö bera þessa bók saman við kveriö hans fyrra, er enginn samjöfnuður. Við ab koma hingað vestur, hefir S. J. J, stórum grætt. Hann hefir grætt góö- ar og fagrar skoðanir, og yfir höfuð lært að hugsa. Mál hans er létt eins og lækjarniður, sæmilega fagurt og oft kjarngott. Hugsanirnar skarpar, þýð- ar og sannar. Hann er reglulegur siðabótamaður, lieldur um of á stundum. Hann er mikill tilfinn- ingamaður og heldur naumast jafnvægi milli tilfinn- inga og skynsemi, en einmitt þar er hann þó aö ná sér og gjörir betur með aldrinum. Hann hefir svo sterkar réttlœtiskröfur að hann má ekkert sjá eða vita rangt, svo að hann eigi hafi sterka löngun til að bœta úr því. Um þetta lunderni bera öll in síð- ari kvœði hans vott meira eða minna. Hann hefir drukkið í sig jafnréttis og jafnaðarkenningar þessara tíma og er heillaður af þeim. Hann elskar og hat- ar ákaft,—elskar það sem hann álítur gott, en hat- ar hið gagnstœða. Auðvitað getur honum missýnst, eins og öðrum,því í raun og veru er enginn algildur mælikvarði yfir það, hvað gott er. Svo þegar þess- ir stóru eru að dæma um illt og gott, þá er það oft, bara út í hött. S. J. J. hefir nokkurt ímyndunarafl, en meiri málaralist, og málar þá stundum með annara litum, en hann á þó ætíð sjálfur kveðskapar formið. Ljóð hans ættu að vera sem víðast meðal fs- lendinga.

x

Almanak um/fyrir árið 1900-1905

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak um/fyrir árið 1900-1905
https://timarit.is/publication/403

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.