Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1915, Page 3

Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1915, Page 3
I. Störf Verkfræðingafjelags Islands 1914 0. fl. 1. Fnndarhöld. 13. fundur Verkfræðingafjelagsins var lialdinn á Hótel Reykjavík 20. janúar 1914. Á fundinn var boðið döiixum fjelagsmanna. N. P. Kirk flutti erindi um Marokkó og voru jafnfraint sýndar skuggamyndir þaðan og frá ýmsum öðrum stöðum. Síðan var gengið til matborðs og að því loknu skemtu menn sjer við dans o. fl. 14. fundur, sem var aðalfundur, var haldinn á Hótel Reykjavík föstudaginn 27. febrúar 1914. Var K. Zirnsen kosinn fundarstjóri. 1. Formaður gaf skj'rslu utn starf fjelagsins á liðnu ári. 2. Fjpliirðir lagði fram reikning fjelagsins. Höfðu tekjur fjeiagsins verið kr. 278,04, gjöldin kr. 78,27; i sjóði til næsta árs, að viðbællum fyrra árs tekju- afgangi, kr. 292,16. Reikningurinn var samþvktur. 3. Formaður til næstu tveggja ára var kjörinn Th. Krabbe. Þá var dreginn úr stjórninni með hlulkesti Rögnv. Ólafsson, en endurkosinn til þriggja ára. Því næst var í stað Th. Krabbe kjör- inn í sljórnina til tveggja ára K. Zimsen. 4. Endurskoðendur, Sig. Thoroddsen og Geir G. Zoega, voru endurkosnir. Á fundinum voru 9 fjelagsmenn. 15. fundurinn var lialdinn á Hótel Reykjavík þriðjudaginn 10. mars 1914. Formaður stýrði fund- inurn. Eftir að nokkur fjelagsmál voru rædd, flutti Jón Þorláksson erindi um »nokkur atriði járn- brautarmálsins«; erindið er prentað hjer aftar, einnig í enskri þýðingu. 16. fundurinn var haldinn á Hótel Reykjavík þriðjudaginn 28. apríl 1914. Formaður stýrði fundin- um. Fundurinn samþykti ællun fjelagsstjórnarinnar að gefa xít ársrit með skýrslum um gjörðir fjelagsins. Því næst talaði N. P. Kirk um hafnargerð Reykjavíkur, og hófust síðan langar umræður um fyrirkomulag innri hafnarvirkjanna. Auk frummæl- anda tóku aðallega þátt í umi-æðunum: Jón Þor- láksson, Th. Krabbe og K. Zimsen. Erindi frum- mælanda er prentað hjer aftar, einnig niðurstaða af umræðunum. Hvorutveggja er einnig prentað i þýslui þýðingu. Á fundinum voru 9 fjelagsmenn og Guðmundur verkfræðingur Hlíðdal. I sambandi við fundinn hafði N. P. Kirk boðið fjelagsmönnum að skoða hafnarvirkin, sem eru í smíðum í Reykjavík. Fór þetta fram miðvikudaginn 20. maí. Komu 9 fjelagsmenn saman við Rattaríið og skoðuðu liafnargarðinn, sem byrjað er að byggja, fóru þaðan með eimlest að smiðjunni og dvöldu þar nokkra stund. Síðan var gengið suður í Oskjuhlíð og var þar sj'nd grjótborun með loftborum og spreng- ingar. Þar næst flutti eimlestin fjelagsmenn vestur á Grandagarð og er þeir höfðu skoðað hann var haldið til Hótel Reykjavíkur. 17. fundurinn var haldinn á Hótel Reykjavík þriðjudaginn 2. júní 1914. Formaður stýrði fund- inum. Kaptajn P. F. Jensen frá Kaupmannaliöfn lijelt fyrirlestur um »GeneraIstabens Opmaaling af Island«; fyrirlesturinn er prentaður hjer aftar, einnig útdráttur á frönsku. Auk 11 fjelagsmanna voru á fundinum Premier- löjtnant Sturmer, Kaupmannahöfn, Ingeniör True, Noregi, og Fabrikant Andresen, Aabenraa. 18. fundurinn var haldinn á Hótel Reykjavík fimludaginn 29. október 1914. Formaður stýrði fund- inum og tilkynti að Guðmundur J. Hfíðdal verk- fræðingur væri tekinn i fjelagið. Ásgeir Torfason ílutti erindi um »íslenskt eldsneyti (sauðatað, mó og surtarbrand)«. Á eftir urðu nokkrar umræður um mó og kol, aðallega Dufansdalskolin, og tóku til máls auk málshefjanda K. Zimsen, M. E. Jessen, Jón Þorláksson og Th. Krabbe. Að lokum bar Jón Þorláksson fram svohljóðandi tillögu, sem var samþykt í einu hljóði og seinna birt í öllum Reykjavíkurblöðum: »Verkfræðingafjelag íslands álítur, eftir fram- komnum upplvsingum um kolin frá Dufansdal, að svo framarlega sem ráðist er í frekari rannsókn á

x

Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands
https://timarit.is/publication/404

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.