Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1915, Side 5

Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1915, Side 5
5 anlegt er þannig talið alt graslendi, sem liggur ekki hærra yfir sjávarmáli en tún gera nú, og byggist þetta á því, að jeg tel að all slíkt land megi gera annaðhvort að túni eða áveituengi. Nákvæm gat mælingin vitanlega ekki orðið. Niðurstaðan varð sú, að stærð ræktanlega landsins mældist þannig, talin í hektörum (1 lia. um 3x/e vallardagslátttu): Ej'jafjallahrepparnir ... 20 200 ha. Austur-Landej'jahr. ... 14 200 — Vestur-Landeyjahr. . . . 12 400 — Fljótshlíðarhreppur. . . . 8 900 — Hvollireppur............ 6 200 — Rangárvallahreppur ... 9 600 — Holta- og Ásahreppar . . 34 000 — Landmannahreppur ... 9 800 — Rangárvallasýsla öll 115 300 ha. Gnúpverjahreppur .... 6 900 ha. Hrunamannahreppur. . . 10 000 — Biskupstungnahreppur . . 21 600 — Grímsneshreppur......... 17 800 — Laugardalshreppur .... 6 500 — Skeiðahreppur............ 8 200 -— Grafningshreppur......... 2 900 — Ölfushreppur............. 7 400 — Selvogur................. 1 300 — Flóahrepparnir.......... 39 300 — Árnéssýsla öll 121 900 ha. Suðurláglendið alt 237 200 ha. Þingvallahreppi er alveg slept, því áð þar er mest hraun, en raunar er svo mikill jarðvegur í þvi, að mildð af því er ræklanlegt, enda eru tún þar frá fornu. Þessi stærð ræklanlega landsins er 2372 ferkm., eða um 42V2 fermíla. Dálítið af því er þegar ræktað, og telja Landshagsskýrslur að tún og kálgarðar hafi 1910 verið rúml. 3600 hektarar, en mjög er sú tala óábyggileg. Til frekari skýringar um stærð ræktanlega lands- ins ber jeg hana saman við ræktað land í Noregi. Þar var árið 1910 ræklað land alls: 1 112 504 hektarar. liœktanlegt land á Snðurláglendinu er að stœrð á við ineira en Vs af öllu rœktuðu landi i Noregi. Af þessu ræklaða landi í Noregi voru: Akrar (korn og ertur) . 175 334 ha. Rótarávaxtaland (rófur, kartöflur)............ 66 190 — Samtals 241 524 lia., og er þelta rúmlega á við rældanlega landið á Suð- urláglendinu. Hitl ræktaða landið í Noregi er engi (slægjuland), að stærð alls 870 980 ha. Noregi er skift í 18 ömt. Mest er ræktaða landið i Akershusamti, þar sem höfuðborgin er, sem sje 101172 lia. Ekkert hinna amtanna nær 100 000 ræktuðum hektörum. Með öðrum orðum: Ræktan- lega landið á Suðurláglendinu er stærra en ræktaða landið í hverjum tveim ömtum Noregs, sem er. Hvergi í öllum Noregi hygg jeg að sje til jafnstórt samfelt ræktanlegt svæði og Suðurláglendið. Ef spurt er um livort Suðurláglendið sje þess vert, að því sje sá sómi sýndur að selja það í samband við umheiminn með járnbraut, má því hiklaust svara: Ekki vantar slærðina. Verð landsins. Hvers virði er þetta land nú? Ekki er með öllu þýðingarlaust að athuga það. Ábúðarhundruð voru talin 1910: í Rangárvallasýslu . . . 7082.9 hdr. í Árnesssýslu........... 8606.8 — Samtals 15689.7 hdr. Þar frá dreg jeg í Þingv.lireppi 216.1 — Eftir verða 15473.6 hdr. Nú er álilið að hvert jarðarhundrað á þessu svæði sje um 150 kr. virði að meðaltali. Vitanlega er þetta nokkuð mismunandi, hærra í þeim jörðum, sem hafa verið húsaðar og hættar á seinni árum; ef til vill er lika meðalverðið heldur liærra en þelta, en þó er alveg víst að það er nokkuð neðan við 200 kr. Eftir þessu er verð alls láglendisins um 2.321.000 kr., með öllum húsum og mannvirkjum, sem á því eru, að undanskildum húsum í kauptúnunum, Eyrar- hakka og Stokkseyri. Nú má ekki áætla öll jarðar- hús minna en sem svarar ^/s af jarðarverðinu. Margir telja að á meðaljörð liggi annar þriðjungur verðsins í túninu, en að ininsta kosti er ekki ofsagt að mannvirkin í túnunum og á engjum, ásamt bit- högum utan ræktanlega landsins, nemi x/fi af verði jarðanna, og er því verð ræklanlega landsins án mannvirkja ekki meira en helmingur af öllu jarða- verðinu, eða i mesta lagi 1.160.000 kr. Kostar þá hver hektari af ræklanlegu Iandi 4 kr. 90 au. eða vallardagslátlan 1 kr. 56 au. Gœði landsins. Þá kemur til alhugunar hvort landið — vegraa hnattstöðu sinnar og fjailægðar frá öðrum löndum — sje ekki þeim mun lakara en land annarsstaðar, að þess vegna sje járnbrautarlagning óráðleg hjer, þótt hún þætli sjálfsögð annarsstaðar undir sömu staðháttum. Til þess að svara þessari spurningu, hef jeg borið saman uppskeru af rækt- uðu landi hjer og í Noregi. Ber jeg saman tún hjer og akur í Noregi, en ílæðiengi hjer við engi þar. Get jeg ekki farið nákvæmlega úl í allar tölur hjer að lútandi, en verð að láta mjer nægja að skýra frá niðurstöðunni. Eftir Norges officielle Statistik, V. 196., var verð kornuppskeru í Noregi 1910 pr. hektar:

x

Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands
https://timarit.is/publication/404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.