Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1915, Page 13

Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1915, Page 13
13 Sjerstaklega er vatnið skaðlegt af því hvað mikinn hita þarf til að breyta því í gufu — 600 hitaeiningar fyrir liverja þyngdareiningu vatns. Þessu til skýr- ingar set jeg töflu yfir hitagildi sömu mótegundar með mismunandi miklu vatni og ösku. Mór 0,o % vatn 0,o % aska hitagildi 6500 hitaein. 0,o% - 25,o% — — 4875 — — 25,o% — 0,o °/o — — 4725 — — 25,o °/o — 25,o% — — 3100 — — 25,o % — 50,o % — — 1475 — í loftþurkuðum mó er venjulega 20—25% af vatni, og stundum jafnvel alt að 30%, en svo mikið ætti það aldrei að vera. Askan er miklu breytilegri. Stundum er hún ekki nema 1—10 °/o, en oft líka miklu rneiri, jafnvel yfir 60 °/o af þurrum efnum mós- ins. .leg set hjer nú töflu yfir nokkrar rannsóknir á mó, er jeg hefi gjört: Hitagildi og öskumagn nokkurra mótegunda. Staðurinn sem mórinn er frá: £ # ,G Hitagiiai lífrænu- efna mósins Notagnai mósins með 20°/o | af vatni Laugarnes 41,2 5320 2220 Arnarneslækur 46,1 4970 1870 Fossvogsl'ækur 34,o 5645 2700 Melarnir 33,o 5060 2480 c3 Rauðarárholt 61,5 4550 1170 ( Efsta lagið 26,2 5470 2925 o CS Kr,ngU" Mið lagið 40,4 5490 2280 1 Neðsta lagið 24,2 5530 3155 Sami staðnr í I.1) 29,o 5780 3000 (seinna) \ II 31,4 5520 2765 Varinidalur i Mosfellssveit 15,3 5580 3300 Kolagralir á í Efsta lagiö 15,8 6180 3880 Snæfellsncsi ( Neðsta lagiö") 17,i 6980 4080 Hvitidalur í Dalasýslu 22,4 5460 3070 Sami staður , úrval 15,6 5370 3285 Ólafsdalur i Dalasýslu 13,4 5370 3370 Kleifar í Dalasýslu 10,o 5490 3590 s Flói, kelda (30—120 cm niður)s) ... 38,o 5690 2470 Flói (30—200 cm niður) 31,i 5870 2925 '<< Miðmýri (30—150 cm niður) 29,g 5560 2815 to Mýrarjaðar (30—150 cm niður) .... 45,3 5340 2035 o Flói, þúfnastykki (30—150 cm niður)4) 32,9 5675 2750 Til samanburöar set jeg hjer: Mór frá Jótlandi 2,8 5835 4120 Sömul. 4,9 6525 4575 1) Skaölegur brennisteinn l,o°/o. 2) Sömuleiðis l,i°/o. 3) 0,7»/o. 4) 0,8°/o. Tvö sýnishorn af mó frá Búðum á Snæfells- nesi reyndust þannig: Úrvals mór, aska í þurefnum 5,o °/o. Lakari mór, — - — 15,2 #/o. Mór frá Birtingaholti í Árnessýslu rejmdist þannig: Aska í þurefnum 27,8 °/o. 6 sýnishorn ofan af Mýrum reyndust þannig: Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 4 Nr. 5 Nr. 6 Þurefni .... % 19,7 13,7 18,2 18,i 13,8 15,7 Aska i þurefn. % 62,4 21,7 40,o 29,9 23,4 CO Cn Köfnunarefni (N) í þurefnum ... % l,is 1,97 1,46 1,78 2,09 1,87 Þessi mór kom til rannsóknar blautur úr mjrrinni. í 11 sýnisliornum af mó frá Húsavík var aska í þurefnum: 32,8%, 34,4%, 58,c %, 34,o %, 26,3 °/o, 52,s%, 26,7%, 23,8%, 56,8%, 34,3% og 31,6%. Þcgar þessar efnagreiningar eru athugaðar sjest íljótt, að askan er yfir höfuð að tala mikil í íslenska mónum. Þó virðist þetta nokkuð misjafnt á ýmsum stöðum á landinu. Yfir höfuð virðist mór af Vestur- landi miklu öskuminni en af Suðurlandi og frá Húsavík. Notagildi vestfirðska mósins er að meðal- tali c. 3560 liitaeiningar, en hins varla meira en 2500 liitaein. að meðaltali. Hvort þessi munur komi af minna öskufalli á Vesturlandi skal jeg ekki full- yrða um, en ekki sýnist það ólíklegt. Til samanburðar skal þess getið að notagildi góðra steinkola (gufuskipskola) liefur reynst hjer í Reykjavik 6800-—7200 hitaeiningar. Mórinn verður þá ekki meira virði en sem svarar hjer um bil %—% af góðum steinkolum og við það yrði verð hans að miðast. En þó að mórinn hafi ekki meita hitagildi en þetta, eru það samt ógna ósköp af orku sem liggja bundin í mómýrum okkar. l,s meter þykt mólag gefur 3000 smálestir af þurum mó úr hektara eða 300,000 smálestir úr km2. Á Búðum og i nágrenni þeirra eru liklega hjer um bil 10 km2 af svona djúpum mó- mýrum. Þær ættu því að gefa alt að 3 milliónum smálesta af þurum mó er líklega mætti reikna 12—15 króna virði hverja. Það er að segja til samans 36— 45 milliónir króna. Gallinn er að hagnýting mósins er mörgum vandkvæðum bundin. Móframleiðsla er mjög háð veðráttunni og hjer á landi er hún fremur óhentug, sumarið stutt og heldur votviðrasamt. Að þurka móinn öðruvísi en úti hefur ennþá reynst alt of dýrt. Einna álitlegust hefur mjer virst sænsk að- ferð sem gekk út á að hita móinn upp undir tals- verðum þrýstingi; við það breytist hann svo að unt er að pressa úr honum meiri hluta vatnsins, eða svo mikið að engin frágangssök er að þurka afganginn í í ofnum. En því miður reyndist þessi aðferð, eins og margar aðrar móþurkunaraðferðir, óframkvæman- leg og gat ekki borgað sig. Af stöðum sem jeg hefi sjeð eru Búðir líkleg- astar til móiðnaðar, og þó vandsjeð hvort móiðnaður mundi borga sig þar. Ef tígulsteinsbrensla eða cement- tilbúningur kæmi upp hjer, gæti komið til mála að nota mó til hitunar ef hann væri nálægur, því við slíka ofna má vel nota hann, jafnvel þó hann sje heldur ljelegur (Halvgasfyring).

x

Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands
https://timarit.is/publication/404

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.