Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1915, Page 17
17
þessari ástæðu er bakskautið vanalega gert úr alú-
míníum, með því að ])að efni er lítt uppleysanlegt.
Af þessum ástæðum verða lamparnir með tím-
anum svo harðir, að ekki er unt að koma rafmagni
í gegnum þá nema með afskaplega liárri spennu. Að
síðustu mundi rafmagnið brjóta sjer braut í gegnum
loftið utan við glasið en ekki innan í því. Við þessu
varð að gera og fundu menn þá upp á ýmsum
meðulum, t. d. að hafa í Iampanum auka-forskaut
úr ázkalium, kolum eða gljáefni (glimmer), sem gefa
frá sjer vatn eða loft, ef þau eru hituð, en það er
gert með rafmagnsstraum. Aðrir lampar eru þannig
gerðir, að dæla má í þá lofli með lítilli Ioftdælu,
sem haglega er komið fyrir í þeim (aðferð Bauers).
Harka lampanna, eða rjettara sagt geisla þeirra,
er mæld með því að hera saman, hve \el þeir lýsa
í gegn um einhvern ákveðinn hlut. Þektastur og mest
notaður er hörkumælir Wehnelts (sjá (5. mynd) og
er þá harkan mæld
í Wehnelt-einingum.
Vanaleg geislaharka
R-lampa er 5—8
Wehnelteiningar.
Á efnauppleysingu
þeirri í lömpunum,
sem áður var minst á,
ber einkuin mikið, ef
straumur fer í öfuga
átt gegnum lampann,
því þá verður andskaulið og forskautið að bakskauti
og efni þeirra lej'sast fljólt upp. Þetta er atriði, sem
hver sá, er framleiðir lt-geisla verður nákvæmlega
að gæta, og sem sjerstaklega verður að taka tillit til
við gerð rönlgenáhaldanna, því af þessu er ljóst að.
straumur má aldrei íara nema í eina og sömu átt í
gegnum lampann. En það er skilyrði, sem örðugt
var að fullnægja, einkum meðan indúktórar eingöngu
voru notaðir sem straumlind fyrir röntgenlampana,
og það var all þangað til nú fyrir örfáum árum, að Ame-
ríkumanninum Snook og'þýska firmanu Siemens &
Halske tókst að búa til hinn svonefnda straumstelnu-
breytir (þ. Gleichrichter), en það er áhald, sem breylir
stefnu annararhvorrar bylgju breytistraumsins, sem
framleiddur er með breytistraumsvjel af vanalegri
gerð og síðan með spennubreyti hafinn á liáa spennu
um og yfir 100000 volt.
Verða þá allar straum-
bylgjurnar pósitívar eða allar
negatívar (sjá 7. mynd), þann-
ig að straumstefnan í lamp-
anurn verður ávalt ein og hin sama, sje hann aðeins
rjett lengdur við leiðslurnar, en þess skal sjerstak-
lega gætt.
8. mynd er tengimynd stefnubrejdisins í sam-
bandi við Röntgenlampann og spennubreytinn, en
9. mynd sýnir öll Röntgenáliöldin, eins og þau eru
hjer í stofunni. í miðju neðra hólfi skápsins, sem
—yWVW— -M/W\h-
8. mynd.
stendur opinn, er spennuhreytirinn. Ur honum fer
hinn háspenti breytistraumur upp í stefnuhreytirinn,
sem sjest í efra skáphólfinu. Hægra megin í liólfinu
er dálílill mótor, sem snýr stefnubreylis-álmunum.
9. mynd.
Vinstra megin við stóra skápinn sjest annar Iitill
skápur með mælum og öðrum smátækjum, en lengst
til vinstri mólslaða fyrir mótorinn.
Ilöntgenlampar virðast fremur ófullkomin áhöld,
þegar litið er á notagildi (Virkningsgrad) þeirra. Seit:
og Carter hafa reiknað út að það væri vanalega mill-
um 0,oooo2 og 0,ooo5,
(). mynd.
7. mynd.
3