Afturelding - 01.04.1961, Page 2

Afturelding - 01.04.1961, Page 2
AFTURELDING AFTURELDING kemui' út annan hvorn mánuð — að undanteknum júli og ágúst — og verður 84 síður á ári. — Árg. kostar kr. 35.00 og greiðist i febrúar. Verð í Vesturheimi 2 doll. Á Norðurlöndum 8 danskar kr. — 1 lausasölu kr. 8.00 elnt. RITSTJÓRI: Ásmundur Eiríksson. ÚTGEFANDI: Fíladelfia. — Sími 16856. — Ritstjórn og afgreiðsla: Hve.fisgötu 44, Reykjavik. Borgarprent & Co. — Reykjavik. inum og maðurinn fyrir framan mig. Þá varð mér litið í kringum mig, og ég var enn á hestinum og hinn ókunni maður fyrir framan mig, við og hesturinn að öllu ósködduð og alheilbrigð. En nú gaf mér að líta á allt um- hverfis okkur, og er mér ekki auð- velt að lýsa því sem nú bar fyrir augun og blasti við á allar hliðai, sú fegurð og ljómi! Allt í einu kom í huga minn, að þetta væri hin nýja jörð og nýi himinn, sem ég hafði heyrt um í Biblíunni, eftir að síð- asti dómur Drottins hefur fallið yf- ir syndugt mannkyn. Það sem ég sá var alhvít jörð, eins og hún væri úr postulíni af hinni fegurstu gerð mjallahvítu. Blóm og jurtir uxu þar, og þeirri fegurð, er ég nú sá, get ég ekki með orðum lýst. Undursamleg birta var yfir öllu þessu, og ég stóð við og undraðist fegurð þessa, og ég lof- aði skaparann fyrir allt og aðrar dásemdir hans. Þá heyrði ég rödd mjög skæra og blíða, og ég hrökk við og lá við að detta, en þá studdi förunautur minn mig. Ég leit upp til fjallsins og sá að það var eins og jörðin, sem við stóðum á. En á fjallinu sá ég þoku, og í gegnum hana skein mikil birta, og úr birtu þessari kom rödd- in sem til mín talaði: „Þú, Guðrún, ert valin til að að- vara fólk, sem þú býrð á meðal, fyrir villum þeim er nú koma fram í heiminum. Og þú ert valin til að kunngjöra þau orð, er nú verða til þín töluð, þau munu verða til góðs þeim, er vilja hlýða og breyta eftir þeim.“ Röddin talaði þanig: „Heyrið þér þjóðir jarðarinnar! Afleggið alls konar óhreinleik and- ans. Lofið og vegsamið konung og Drottin Drottnanna, hann, sem skapað hefur himin og jörð, og alla hluti, og viðheldur öllu smáu og stóru. Afleggið lestur hinna óhollu skáldsagna og ævintýra, en lesið og ástundið orð hinnar helgu bók- ar, sem Drottinn jarðarinnar gaf í öndverðu fyrir munn sinna heilögu spámanna, allt að fæðingu hins heilaga krossfesta, Jesú Krists, hins heilagasta allra. manna, og sonar hins algóða, dýrðlega Drottins. — Trúið því staðfastlega, að hann kom í heim þennan til að gera synd- uga, iðrandi menn sáluhólpna. At- hugið allt hans líf, hversu hann læknaði og líknaði, hversu hann kenndi og hjálpaði á svo dásamlegan hátt, hversu hann leið og dó og hvernig hann sigraði dauðann með upprisu sinni. — Athugið himnaför hans og sendingu Heilags Anda. Afleggið lygar og hatur og lifið Drottni — þeim Drottni er sendi ykkur þessa miklu náðargjöf. Pré- dikið hans orð hver fyrir öðrum í heimahúsum. Hyllið hann kvöld og morgna og ákallið konung dýrðar- innar, sem í himininum býr, með heilagri og djúpri Iotningu. Biðjið hann að vægja ykkur á hinum mikla komudegi sínum. Gangið stöðuglega í hús Drottins og syngið honum htilaga lofsöngva. En umfram allt stundið bænræknina í helgun hjart- ans, svo að þegar hann kemur, að 18 Musteri Salómons I ísrael er búið að reisa nýtt musteri, í Jerúsalem. 1888 ár hafa liðið frá því að Títus hershöfðingi eyðilagði það gamla, sem var á dög- um Heródesar konungs. Þetta nýja musteri er kallað musteri Salómons, og er miðdepill Gyðinga um allan heim. Það er stærsta og um leið glæsilegasta bygging í Israel. Hið hvolfþak-prýdda sjöhæða musteri er byggt þannig, að þaðan frá er hægt að sjá yfir hina gömlu múra Jerúsalemborgar, og grátmúrinn, sem er grunnmúr gamla musterisins, en er enn í höndum Araba. Musteri þetta rúmar aljar skrif- stofur og afgreiðslusali fyrir æðstu lögvitringa og presta í ísrael. Þar er skóli fyrir guðfræðilegt bóknám, og þar er eitt hið stærsta biblíulegt bókasafn í heimi, og stór salur fyrir Guðsþjónustur. Þar er 220 ára gamalt listaverk af hinni helgu sátt- málsörk, sem er gjöf frá söfnuði Gyðinga á Italíu. Þessi guðfræðilegi miðdepill, hið nýja musteri Gyðinga, var byrjað að byggja fyrir fimm árum síðan. Það er byggt úr olíuviði og marmara. hann þá viðurkenni yður trúlynd börn síns himneska föðurs.“ Orð þessi voru töluð af svo mikilli mildi, að ég grét sem barn, er ég heyrði þau. Og mér þótti rödd- in blessa mig og þá sem á þetta hlýddu, með óumræðilega fögrum orðum, að ég get ekki lýst. En ég vaknaði grátandi.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.