Afturelding - 01.04.1961, Page 9
AFTURELDING
Lífið heldur áfram
Líkaminn er lííeðlislegri — efnis-
legri hlutinn af manninum. Jarð-
íeskur bústaður fyrir starfsemi anda
og sálar. Hann hjálpar ókkur til að
ná sambandi við efnislega hluti,
jarðnesku frumefnin í tilverunni.
Það er aðeins maðurinn sem er
skapaður svo snildarlega. Engar
aðrar verur í sköpunarverki Guðs,
liafa fengið leyndardómsfullt og
fallegt sköpunarform. Það er að
vísu liægt að finna greind á vissu
stigi, einnig í hinu lægra sköpunar-
verki. Sum dýr til dæmis geta sýnt
klókindi og möguleika að skilja, og
gera ]>að sem þeim hefur verið
kennt, og að vissu leyti getum við
kallað það sálarstarfsemi.
Þó er stórkostlegur munur á því
og þessum eiginleikum sem við feng-
um, þegar Guð skapaði okkur eftir
sinni mynd. Með þelta fyrir augum
hrópar Davíð konungur upp: „Hvað
er þá maðurinn þess að þú minnist
hans og mannsins barn, að þú viljir
þess? Og þó lézt þú hann lítið á
vanta við Guð, með sæmd og heiðri
krýndir þú hann“ Sálm 8, 5—6.
En hvað er þá að deyja?
Svo lengi sem það er samband á
niilli anda, sálar og líkama, getum
við sagt að maðurinn lifi. Andinn
og sál mannsins ráða yfir líkama
hans og gera hann lifandi. Á því
augnabliki sem andinn skilur við
h'kamann deyr maðurinn, því að
líkaminn er dauður án anda. Jak.
2,26. Andinn heldur líffrumum lík-
arnans lifandi. Dauðinn er óeðlileg-
ur aðskilnaður á milli þeirra mis-
niunandi frumefna, sem mynda
Hkamann.
Dáinn frá syndinni „þýðir skilnað
frá syndinni og dáinn frá lögmál-
inu“ þýðir hið sama. Líkamlegi
dauðinn aðskilur anda og sál frá
líkamanum.
Andlegur dauði skilur andann frá
Guði.
Eilífur dauði er aðskilnaður i
annað sinn, á milli Guðs og þess
upprisulíkama, sem andi og sál
hins óguðlega hefur tekið sér ból-
festu í. Þess vegna er hann í orði
Guðs kallaður hinn annar dauði.
Á nokkrum stöðum er dauðinn
sagður vera svefn. Þetta má þó ekki
misskilja. Það er hvorki andinn eða
sálin sem sofna í dauðanum, því
að þau halda áfram að lifa með-
vitandi tilveru- Það er líkamiim sem
sefur í dufti jarðarinnar, þangað til
upprisudagurinn kemur. Dan. 12,2.
Þegar líkaminn verður vakinn og
sameinast anda og sál í undursam-
legri umbreytingu.
Dauðinn er Hka nefndur burtför.
2. Kor. 5,8. Ekki endalok.
Það er andinn, sem fer í burtu
frá jarðneskum bústað sínum.
„Moldin hverfur aftur til jarðarinn-
ar og andinn til Guðs sem gaf hann.“
Pétur postuli segir að dauðinn sé
hið sama og að Ijaldbúðinni verði
svift. 2. Pét. 1, 13—15. og Páll
postuli talar um að bverfa burt úr
líkamanum, báðir postularnir voru
sannfærðir um að þeir mundu verða
persónulega til, eftir að þeir væru
skildir við líkamann. Páll postuli
taldi sig ekki vera líkamann, heldur
andann sem fer burt úr líkamanum,
og Pétur liafði nákvæmlega sömu
skoðun.
Sifijne EricKSon.
Að deyja er að koma heim til
Drottins, til okkar rétta heimilis
sem við þráum. Ó, að við værum
þar! Heimili án aðskilnaðar, sorga
tára og þjáninga!
Dauðinn er ávinningur, ekki
tap. Fil. 1:21. Það sem bíður er
mikið betra en það sem við lifum í
og lifum við.
Að deyja, er að vera borinn af
englum í skaut Abrahams. Lúk.
16,22. Við verðum ekki skilin eftir
alein við fljót dauðans, en í stað-
inn fáum við að mæta herskörum
af himneskum verum sem hafa feng-
ið boð um að færa andann inn í
sitt undursamlega heimili!
Að deyja er að halda áfram að
lifa. Lú.k. 20,28. Þegar Jesús talar
um Abraham, fsak og Jakob, talar
hann um þá sem lifandi, því að hon-
um lifa allir.
Já, svona undurfagurt útsýni opn-
ast í orði Guðs fyrir trúaða, sem á
pílagrímsför sinni eru að nálgast
landamærin milli þessa lieims og
hins komandi. — En Biblían vitnar
líka greinilega um, að svona verður
það ekki fyrir hina óguðlegu. Nú
er um að gera að velja strax og velja
rétta leið. Signe Ericsson.
25