Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 6
AFTURELDING Perlan og: heiiuskingrinn Framhald af síðu 18. hann henni upp í loftið. Upp, upp, síðan niður — niður. Hann greip hana! Einn sneri sér að öðrum: „Æ, æ, þetta er mér um megn.“ Menn- irnir drupu höfði og brostu hver til annars. Þetta getur maður nú sagt að séu taugar í lagi! Slíkt mundi mér aldrei til hugar koma!“ Dag einn kom maðurinn á ný á þilfarið og sólin skein, sem vana- lega. Hinar hreinu bylgjur hafsins þvoðu skipshliðarnar. — Hinn sami spenningur ríkti meðal fólksins — og menn gátu ekki um annað talað. Og maðurinn með sama brosið á vör. Farþegarnir ski])tu sér í tvo hópa, eins og Iiauðahafið, sem mynd- aði brautarveg fyrir ísraelsmenn. Maðurinn stikaði út að borðstokkn- um og tók perluna upp úr vasa sín- um. Hann handlék hana um stund, horfði upp í heiðan himininn, með- an hann lék sér að perlunni. Hann hallaði sér útyfir öldustokkinn og kastaði perlunni skarplega upp í loptið og þaut hún upp á við. „Þarna er hún! Sjáið þið!“ Hærra og hærra. Hún ljómaði sem stjarna á kvöldhimni. Hún byrjaði að falla niður, hraðara og hraðara. Fólksfjöldinn hallaði sér áfram til að sjá hann grípa hana. Hann réttir sig yfir öldustokkinn, og hún fell- ur fögur og glitrandi — rétt við fingurgómana á honum! Það var því líkast, sem hún myndaði ljóm- andi stig gegnum morgunloftið unz hún náði hinum græna fleti hafsins og hvarf hljóðlaust gegnum lítinn öldutopp! Dauðaþögn. Á ný heyrði fólkið hin taktföstu högg vélarinnar í skip- inu, sem rufu þögnina. Niðurbrotinn starir maðurinn út- 22 yfir endalaust hafið, lyftir höndinni upp að andlitinu og stynur: „Glatað, glatað! Allt, sem ég átti í þessum heimi — er glatað, glatað!“ Þú, sem stendur þarna! Hvað var það, sem þú sagðir? Já, ég er viss um að þú sagðir það. Þessi maður hlýtur að vera heimskingi. Hárrétt! Ég er alveg á sama máli — voðalegur heimskingi. En bíddu svolítið. Ég legg fram eina spurn- ingu, sem ég vona að þú gefir mér svar við, annars fer það fram milli þín og Guðs. Því að það var Drott- inn, sem lagði fram þessa spurningu í Mark. 8, 36. Ég get tæplega hugs- að mér að það sé nokkur, sem hefur svarað henni enn. „Því að hvað stoðar það manninn, þótt hann eignist allan heiminn og fyrirgjöri sálu sinni?” Þú, þú ert maðurinn með perl- una. Þú átt sál, dýrmæta, eilífa sál. Látum okkur leggja meiri áherzlu á þetta. Þú ert sál, sál, sem ert meira virði en allur heimurinn. Sál, sem er svo mikils virði, að Jesús dó til að endurleysa þig, svo verðmæt og voldug er hún, að Guð hefur eytt þúsundum ára til að undirbúa heimili handa þér — lifandi sál. En hvað gerir þú með hana? Kast- ar þú henni burtu? Leikur þú þér að henni eins og væri hún einskis virði? Hvert einasta skipti, sem þú hlustar á fagnaðarerindið og afneit- ar því, hvert skipti sem þú hrærist til að hugsa um Krist, sem frelsara þinn, og hrindir því frá þér með hégómlegum hugsunum, varpar þú fjársjóðnum út í loftið og reynir að grípa hann á ný við annað tækifæri. Hvað ætlar þú að gera við sál þína? Leyf Jesú að taka hana í sína hönd, Hann dó til að frelsa þig og Enn lifir arfsögn þula. Sonur minn, ver eigi varbúinn vi'S reynslunni, er þú kemur aS þjónu Droltni CuSi. Vertu einbeittur og hugsterkur og óttast eigi, er á reynir. Halt þér jast vi'S hann (GuS) og slepp honum eigi, svo aS þú vaxir aS vizku um síSir. Tak öllu, er aS höndum ber, og ver þolinmóður í þjáningum og eymd. Því aS gull prófasl í eldi og gufi- hrœddir menn í nauSum. lifir til að varðveita þig, ef þú að- eins vilt segja í einfaldri trú: „Drott- inn Jesús, ég treysti þér og fel sál mína þinni umsjá. Ég viðurkenni og tek á móti úthelltu blóði þínu, sem grundvelli fyrir frelsi mitt — Ég vil persónulega móttaka allar blessanir, sem mér eru afrekaðar á Golgata! Á því augnabliki, sem þú ákveður og segir, að þú leggir þig í opna arma hans og gengur inn undir hans hreinsandi blóð, þá nær þér engin fordæming. Þá munt þú geta tekið undir með Páli: „Því að ég veit á hverjum ég hefi fest traust mitt, og ég er sannfærð- ur um, að hann er þess megnugur að varðveita það, sem mér er trúað fyrir, til þess dags.“ (Endursagt úr Livets Gang).

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.