Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 10
AFTURELDING þínum, því aS fuglar loftsins kynnu að bera burt hljóðið og hinir vængjuðu að hafa orðin eftir.“ (Pred. 10,20). Sara „hló með sjálfri sér.“ Hún hvorki talaði né hló upphátt, þegar Drottinn og englarnir voru að tala við Abraham, skammt frá. En Drottinn sagði: „Hví hlær Sara?“ Frá Finnlandi hef ég heyrt, eftir óvéfengjanlegum heimildum, um atburð, sem kastar ljósi yfir þetta. Heimildarmaðurinn að þessu sagðist hafa hjálp- að til við samkomuhöld á vissum stað þar í landi, um tíma. Dag einn var hann boðinn til kaffidrykkju hjá skipstjórafrú einni, sem tilheyrði söfn- uðinum. Eftir að þau höfðu drukkið kaffið, beygðu þau kné sín og fóru í bæn. Meðan þau voru að biðja, heyrðu þau einhvern ganga upp úti- tröppurnar og inn í forstofuna. Þegar við heyrðum þetta, sagði sögumaður, stóð skipstjórafrúin upp frá bæninni og gekk fram á móti gestinum, svo að hann kæmi ekki óboðinn beint inn til okkar þar sem við vorum í bæninni. Heimildarmaður hélt með sjálfum sér að þetta hefði verið sonur húsmóðurinnar, er væri að koma úr skólanum, og hún mundi láta hann fara inn í eldhúsið. Konan hafði skilið hurðina eftir í hálfa gátt, svo að hann heyrði þess vegna, hvað fram fór frammi í forstofunni. Hann heyrði það greinilega að hún talaði við einhvern herramann. í miðju samtalinu, kallaði frúin inn til heimildarmanns og lét hann vita það, að gesturinn vildi fá að tala við hann. Honum þótti þetta undarlegt, þvi að hann vissi ekki til þess að nokkur utan þessa heimilis vissi um það, að hann væri þar í heimilinu. Þegar hann kom út í forstofuna, sá hann engan mann, og engan hafði hann heyrt ganga aftur niður tröppurnar. Hann sagði því við húsmóð- urina: „Nú, hér er enginn maður.“ „Jú“, svaraði hún, „hann stendur hérna.“ En prédikarinn sá engan nema frúna eina. Þriðja manneskjan, sem verið hafði með í bæninni, kom nú fram í forstofuna. En hún sá heldur engan ókunnan mann. Nú tóku þau eftir því, að það var alveg eins og skipstjórafrúin væri komin með yfirnáttúrlegan ljóma á andlitið og gagntekin af einhverri æðri, yfirskilvitlegri skvnjun. Þau tóku hana því sér við hönd og leiddu hana milli sín inn í stofuna. Er hún var setzt á stól, sagði hún frá sér numin frá málsatvikum: „Þegar ég kom fram í forstofuna, ávarpaði mig ókunnur maður. Hann var fagur, bæði upp á að sjá og eftir að líta. Hann sagði mér að það væri systir ein hér í söfnuðinum, sem væri búin að rógbera guðsmanninn, sem væri nú í heimili skipstjórafrúarinnar. Þetta væri viðbjóðsleg lygi, sem hún bæri út í söfnuðinum um trúboðann og mundi stórskaða nafn hans, ef ekki væri hægt að stöðva hana. Ókunni maðurinn sagði mér nafn á konunni, er væri að rógbera mannin, sem nú situr hér.“ Hér kvaðst heimildarmaður hafa gripið frammí fyrir skipstjórafrúnni og beðið hana að segja ekki nafn systurinnar, sem væri að rógbera hann. Þess í stað skyldi hún ganga beint til hennar sjálf, og segja henni frá málinu. Bróðirinn kvaddi síðan og gekk heirn, þangað sem hann bjó. Seint um kvöldið kom skipstjórafrúin til hans, ásamt konunni, er ókunni maður- inn hafði varað við. Var hún öll útgrátin og algerlega miður sín. Hún játaði undir eins svnd sína og hiður trúboðann fvrirgefningar, og lofaði honum að ganga til allra, sem hún hafði rógborið hánn við, og leiðrétta rangfærslurnar. Framh. 26 Þórarinn Magnússon starfar í Julianeháb Síðastliðið sumar fór Þórarinn Magnússon til Grænlands á vegum Hvítasunnumanna á íslandi, til að sjá um trúboðsstöðina í Nanortalik, meðan Rune Ásblom og fjölskylda voru heima í Svíþjóð í leyfi. Um mánaðamótin nóv. og des. s.l. kom svo Bune Ásblom á ný til Græn- lands. Um næstliðin áramót fór Þórar- inn Magnússon frá Nanortalik til Julianeháb, en trúboðsstöðin þar var mannlaus, eftir að Arly Lund frá Noregi fór þaðan og heim til Nor- egs um mánaðamótin nóv. og des. f Julianeháb vinnur Þórarinn gott starf og farsælt í vetur. Nú hefur hann skrifað heim til íslands um það, að hann hafi keypt allmikla fasteign í Narsak, sem hann hugsar sér að verði trúboðsstöð. Kaup þessi gerir Þórarinn á eigin ábyrgð að öllu leyti. Hvítasunnu- menn á íslandi eiga þar engan hlut að og standa því ekki á bak við kaupin. Hins vegar viljum við ekki hindra neina í því að styrkja Þórarinn til þessara framkvæmda, ef einhverjir finna það lagt á hjarta sitt að gera það. Þórarinn hefur beðið Guðmund Jörgensson, Vitastíg 17, Rvik, að vera gjaldkera sinn. Hann mun kvitta áframhaldandi fyrir gjafir til Þ. M. í Aftureldingu. Ritstj. * * * sAning og uppskeba Þú sálr hugsun en uppskerð verknað. Þú sálr verknaðl og uppskerð vana. Þú sálr vana og uppskerð skapgerð. Þú sálr skapgerð og uppskerð ellífar aflelðlngar.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.