Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 1

Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 1
29. ÁRG. REYKJAVÍK 1962 3.—4>. TBL louis p. lehman I atíari öfy ka'utiskitltyLtltl Billy Sunday var óviðjafnanlegur guðsmaður. Hann var sálnaveiðari, tendraður af eldi Guðs. Hann gat haldið þúsundum áheyrenda í orðlausri undrun og andakt, þegar hann prédikaði. Ég get aldrei gleymt prédikun hans um perluna og manninn, segir einn af tilheyrendum hans. Ég hef heyrt marga prédikara leggja þennan texta út, en engan sem Billy Sundy. Hann flutti prédikun sína eitthvað á þessa leið: Það var óvenjulega fagur morgunn, blæjalogn og austur himinninn var skínandi í morgunsárið, og einmitt í þá átt sigldi skipið okkar. Hinir fjöldamörgu farþegar ræddu hlýlega saman, meðan þýðingarmiklir morg- untímarnir liðu hjá. Menn kynntust nýju fólki og mynduðu smá hópa, eftir því sem hezt við átti. Hið hlýlega viðmót fólksins virtisl aukast að sama skapi og dagsbirtan, sem flóði yfir meir og meir. — En þannig er það ávallt fyrsta dag hverr- ar sjóferðar. Ljósin frá Manhattan og hin tígu- lega mynd frelsisstyttunnar — hinn- ar fögru öldnu dömu, hafði kvatt farþegana kvöldið áður. Sumir töluðu um verzlunarmál, vini og heimili, sem þeir höfðu skilið við um stundarsakir. En ílestir ræddu ein- ungis um hina björtu geisla sólar- innar og hin einkennilegu ský, sem birtust á himninum. „Lítið þið á“, sagði einn. „Þetta er allra líkast dyrahamar.“ „Nei,“ sagði annar, „það líkist skildi miðaldariddara.“ „Mér finnst það nú minna mig mest á sparihatt tengdamóður minn- ar.“ Meðal þeirra, sem töluðu á þenn- an hátt, gekk maður einn brosandi, háttvís og vel klæddur. Hann draup höfði um leið og hann sagði: „Já, þetta er fagur morgunn.“ Af einni eða annarri ástæðu hafði

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.