Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 14
AFTURELDING er að fylla olíugeyminn og lampinn er á ný kominn á sinn stað. Það er ekki meira en svo að And- or sé rólegur heldur. Það er allt svo undarlegt í kvöld. Allt í einu slær klukkan í stof- unni tólf veik slög. Karlarnir standa báðir upp. Það er orðinn ófrávíkj- anlegur vani hjá þeim, að hefja starfið klukkan tólf. Jónas lítur spyrj- andi á gamla manninn. Hann gengur rólega fram í ganginn og upp stig- ann. Jónas á eftir. Skömmu seinna koma þeir báðir niður stigann aftur með sína byrð- ina hver. Það er eitt og annað, sem til þarf. Það mundi ékki vera létt fyrir viðvaning að hafa reiðu á þessu öllu, en Jónas og Andor eru fagmenn á þessu sviði. Það líður ekki á löngu þar til allt er tilbúið. Jónas tekur að sér eldamennskuna — það er hans starf. Brátt taka þeir sér báðir sæti og bíða þess siðan, að flaskan á gólfinu fyllist. Þeir stara báðir á flöskuna ur sætum sín- um. Það er alltaf hálf óþrifalegt í eld- húsinu á Sólvangi á daginn — en þá á næturnar — uss! Hildu rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Hún er ekkja eftir son Andors. Hún kemur nú á sokkaleist- unum fram í eldhúsið. Hafði setið inni í stofu og verið að sauma eitt- hvað smávegis þar til nú. Hún nem- ur staðar á þröskuldinum og horfir á mennina tvo, sem sitja fyrir framan eldavélina. Svartir og ljótir eru þeir með grátt, úfið yfirskegg, hárið ein flókabenda, skuggar undir augunum og fölir í andliti. Svei! Og þetta er eldhúsið, hennar eigið eldhús? Hér, sem allt var svo bjart og skemmti- legt fyrir nokkrum árum, þegar Al- freð lifði. Hvílík breyting sem orðin var. Allur hlýleiki horfinn, og aðeins sorti kominn í staðinn. Það var því 30 líkast, sem Satan sjálfur byggi hér. Andor leit upp. — M-murr rumdi í honum og augu hans skjóta gneist- um, þegar hann lítur á hana. Það þýðir, að henni muni hollast að hverfa burt hið bráðasta. Hún snýr sér rólega við og lokar dyrunum á eftir sér. Nei, áreiðanlega ætlar hún ekki að koma upp um þá! En það var annars merkilegt, að yfirvöldin skyldu ekki komast að þessu. Aðólf Láken tóku þeir, en Andor, sem átti sökina á öllu saman . . . hann var frjáls. En áreiðanlega kom röðin að honum. Hilda afklæðist og leggur sig — hún breiðir teppið yfir Há- kon litla — drenginn sinn — og sofnar fljótt eftir dagsins strit. Stór, grár bíll kemur eftir veg- inum frá Snarási. Ljósin eru mjög skær í luktunum og hraðinn er ca. 40 kílómetrar. Hann hægir lítið eitt á sér í beygjunni hjá Vesturnesi, en eykur brátt hraðann á ný og heldur áfram sem leið liggur til Grávíkur. Þetta er lénsmannsbíllinn. Víken situr við stýrið, Grönne við hlið hans og tveir aðstoðarmenn frá ríkislögreglunni sitja í aftursætinu. Bíllinn er nú kominn til Grávíkuv og heldur áfram eftir sléttlendinu. Lénsmaðurinn leggur hönd sína á handlegg Víkens. — Hér nemum við staðar og snúum bílnum, segir hann lágt. Þeir eru nú komnir til staðar, þar sem þrír vegir mætast, svo að það er tilvalinn staður að snúa bílnum. Nokkrum mínútum síð- ar stöðvar Víken bílinn og allir stíga út. Bíldyrunum er lokað mjög hljóðlega, og allir ganga af stað, með lénsmanninn í fararbroddi. Nótt- in er óvenju dimm. Húmrokkin ský hranna sig um himingeiminn. Ekki ein einasta stjarna er sýnileg á him- inhvolfinu. Eftir 10 mínútna röska göngu koma þeir að Sólvangi. Þeir nema staðar hjá hliðinu og horfa upp að aðalbyggingunni. — Þeir eru þá vakandi þarna uppi! Lénsmaður- inn hvíslar þessum orðum. Dahl lýtur að honum. — Á ég að fara upp og sjá, hvort þeir eru að gera eitthvað, sem þýðingu hefur? hvíslar hann. — Já, gerðu það, er svarið. Við bíðum hér á meðan. . . Og Dahl hverfur heim að húsinu. Að nokkr- um mínútum liðnum kemur hann aftur. — 0, jú, segir hann lágt og ró- lega. Þeir sitja þar tveir inni og starfið er í fullum gangi. Það cr víst bezt að taka þá nú þegar, léns- maður? heldur hann áfram ofur lágt. Grönne er fullur af áhuga: — Já, vissulega skulum við binda endi á þessi myrkraverk hið bráð- asta, svarar hann, og þeir læðast hægt heim að húsinu. Lénsmaður- inn gengur í áttina að aðaldyrunum, en Víken og hinir fara að eldhús- innganginum. Grönne snýr skeggið, þetta er nú meira en lítið spenn- andi. Inni í eldhúsinu gengur allt eftir nótum. Andor og Jónas sitja hver á sínum stól fyrir íraman eldavélina og stara eins og dáleiddir á flöskuna, sem er í þann veginn að fyllast. Jú, þetta ætlar að ganga vel í kvöld líka. Með stuttu millibili stendur Jónas upp og leggur nokkrar spýtur á eld- inn. Það er þýðingarmest að viðhalda jöfnum hita. Hvorugur þeirra segir neitt. —■ Þeir líta bara hvor á ann- an, annað slagið. Allt í einu hrökkva þeir báðir saman. Líta fyrst hver á annan og því næst tfpp í gluggann. Þeim fannst þeir heyra eitthvert annar- legt hljóð, en. —------- Jónas er allt í einu orðinn náföl- ur í framan. Augun ætla út úr hon- um, þegar hann starir út í glugg- ann. Andor hefur það á meðvitund- inni að þakið ætli að hrynja yfir hann, augun eru flóttaleg og hann hlustar með opinn munninn. Framh.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.