Afturelding - 01.06.1972, Blaðsíða 7
Lc§tur,
§em eiigiiin
vckur leiða
í júnímdnuði s. 1. sumar hafði Kaupmannahöfn heimsókn af
DAVID DU PLESSIS, sem er þekktur Hvítasunnuprédikari, er
talað hefur til þúsunda presta meðal kristilegra samtaka —
kaþólskir þar með taldir — um þýðingu þess að öðlast skím
Heilags Anda. Það sem hér fer á eftir er útdráttur úr rœðu,
sem hann flutti við þetta tœkifœri í júlímánuði s. 1, í Tabor-
söfnuðinum í Kaupmannahöfn.
1 Postulasögunni 11, 19—20 segir frá þvi,
hvernig 'Heilagur Andi féll yfir lieiðingjana. í
tíu ár höfðu postuiarnir flutt Gyðingum fagnaðar-
iboðs'kapinn. En nú gerðist eitthvað nýtt. Pétur var
kallaður til Sesareu og talaði til heiðingjanna. Og
meðan hann talaði, féll Heilagi Andinn yfir þá.
I Jerúsalem hófu Iþeir rannsóknarrétt yfir Pétri. En
Pétur segir: „Og Andinn sagði mér að fara, og
ég fór.“ Og Iþegar ég var kominn til þeirra féll
Andinn yfir þá. iÞeir voru ekki uniskornir, ekki
skírðir, en við heyrðum þá tala nýjum tungum.
Hvernig getum við skilið þetta? Þeir voru jú Róm-
verjar. Pétur sagði: Hvað eigum við að gera? £g
prédikaði. Og Jesús skírði þá í Heilögum Anda.
En hvens vegna höfðu þeir aðeins prédikað fyrir
Gyðingum? Jesús hafði sagt: „Leggið ekki leið
yðar til heiðingja og gangið eigi inn í nokkra
horg Samverja“ (Matt. 10,5). En þessu breytti
Jesús seinna (Matt. 24,14). Þetta er fagnaðarer-
indið um Ríkið. iFagnaðarerindið býður að hafizt
sé handa. Þetta ríki á að kunngera um alla jörð,
öl'lum þjóðum. Þegar Jesús dó, dó hann fyrir synd
heimsins. 'Eft-ir upprisu sína sagði Kristur: Nú gef
ég ykkui nýja fyrirskipun. Gangið af stað og flytjið
fagnaðarerindið sérhverri kynkvísl, fyrst Gyðing-
um og síðan öllum þjóðum.
Við megum ekki láta þetta vekja o’kkur furðu,
en við verðum að taka breytingum. Jesús hagaði
sér eftir aðstæðum. I Postulasögunni 11. kafla les-
um við: „Heilagur Andi féll yfir þá, eins og yfir
oss í upphafi“.
Jóhannes s'kírari skírði í vatni. Að skírast í
Ileilögum Anda er að frambjóða sig Drottni full-
komlega. Jóhannes skírði í vatni, aldrei meS vatni.
Vesal’ings mennirnir, sem þýtt hafa Biblíuna, þeir
skíra með vatni. Við skírum í vatni. Er það þannig,
er Jesús skírir okkur, að hann dreifi ofurlitlu af
vatni yfir okkur? Nei, hann skírir í Heilögum
Anda. Enginn prófessor getur breytt því, sem
Jesús segir.
Menn spyrja: „Talarðu svona til fólksins, eem
þú ert sendur til?“ „Já, þegar fólk spyr mig, tala
ég beint til þess.“
Prestur einn í Öldungakirkjunni sagði mér eitt
sinn þetta: „Ég hafði hóp ungmenna og var að
búa þau undir fermingu. Þau frelsuðust öllsömun.
Stuttu seinna spurðu þau: Hvenær fáum við að
skírast? Ég svaraði: Þið eruð skírð, en það voru
Iþau ekki ánægð með.“ Þá fór hann með þau í
útilegu, ogþau tjölduðu. Eina nóttina, þegar dimmt
var orðið, skírði hann þau öll niðurdýfingarskím.
Það er alltaf nóg til af Nikodemusarsálum.
7