Afturelding - 01.06.1972, Blaðsíða 33

Afturelding - 01.06.1972, Blaðsíða 33
unni. Lestu í Galatabréfinu 5. kafla, vers 13—26. Sjáðu 'hversu mikill reginmunur er á milli jress- ara tveggja ilífsstefna, að lifa jörðinni, eða lifa himninum. í nútíma þjóðfélagi er vissulega margt sem læð- ist veiðandi að mönnum, nýjar snörur í nýjum fel- um. En við getum vierið viss um (það eitt, að fuglar- inn er alltaf að úthúa snörur til veiða. Hann ein- ungis skiptir um útbúnað, þegar einn af þeim gömlu fer að veiða minna, þótt öll séu synda- föllin grundvöMuð á sama veikleika. Nú höfum við gengið út frá því, að maðurinn eigi að vera í samlífi með Guði, það er, að maður- inn eigi að fljúga ofar jörðu og vera frjáls frá öllu sem bindur hann þar. En þá er það líka alveg jafn víst, að fuglarinn sættir sig aldrei við að við höldum fluginu og göng- um með Guði, jörðu ofar. Hvað gerir hann, hvernig snöru leggur hann í dag, til að fanga O'kkur? Það var eitt sinn kona, og hún hafði mjög gaman af fötum. Og hún tók að auka vinnu sína svo hún gæti keypt rneiri föt, og smám saman, samanstóð líf hennar af Iþví tvennu, að vinna fyrir fötum og kaupa föt. Og fuglarinn fylgdist með, sigri hrósandi og fór að útbúa næstu snöru. Það var eitt sinn maður, og hann átti bifreið. Svo tók hann að langa í stærri bifreið og hann lengdi vinnutíma sinn og nældi sér í tvo víxla og fékk stærri og dýrari bifreið, og aMur hans timi fór í að vinna fyrir víxlunum og dásama bílinn sinn og bóna hann. Og fuglarinn fylgdist með, sigri hrósandi og fór að útbúa næstu snöru. Það voru eitt sinn hjón, þau áttu sér ágætt hús og hamingjan elti þau á röndum. Þá datt þeim í hug að meira gaman væri að eiga stærra hús, og þau tóku að byggja nýtt hús, stórt og glæsilegt. Þau bundu nótt við dag og öfluðu peninga og skófu timbur á kvöldin og sunnudögum, og svo fluttu þau inn í dásamlegt hús og unnu fyrir af- borgunum. Og fuglarinn fylgdist með, sigri hrósandi og fór að útbúa næstu snöru. Hver er þín snara? Viltu losna úr snörunni? Eða er gott þarna í skugganum undir trénu, úfinn og skjálfandi? Það stendur í Biblíunni að allir hafi syndgað, þannig er þá enginn munur á einum og öðrum. Þannig hafa þá allir hindrað frelsi sitt, það efast enginn um. Spurningin verður bara, viltu vera áfram í snörunni, eða viltu verða frjáls? Flestum nútímamönnum ber saman um það, að heimurinn fer versnandi og verður uggvænlegri með hverjum degi sem líður. Fólk talar jafnvel um að ekki sé göfugt að ala 'börn inn í þá íramtíð, sem augljós sé mannkyni. Og við, ég og þú, lesandi minn, við vitum að það er eingöngu af skorti á kærleika, skorti á elsku, og sú vöntun er greinilega vegna þess að mannkyn er bundið í snöru, og leitar ekki kær- 'leikans, allir berjast og óttast, og svo er þessi Mammon talinn lykiM að öllum leyndarmálum, en er hann ekki fuglari? Lesari minn, hver sem þú ert, það er til ein aðferð fyrir menn til að losna úr snöru. Það er til einn sem getur hjálpað okkur úr snöru. Það er Jesús Kristur. Það er meira að segja svo merkilegt, að Guð, sá sem skóp okkur, hann sá okkur festast í snör- unum, hann sendi okkur einn, til að leysa okkur: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur liafi eilíft líf.“ Glatist ekki, verið ekki fastir í snörunni, í skugg- anum undir lirninu. Hvers þarf þá við? Jú, þess þarf við, að sér- hver maður geri sér grein fyrir því, að hann er 'fastur í snöru, og að hann vilji okki vera þar allt sitt líf. Hver ætli svo sem vilji vera eins og fugl- inn í snörunni, allt sitt líf. Kæri lesandi minn, kjóstu strax í dag, kjóstu að losna úr snörunni svo að frelsið verði þitt, svo að við getum lyf.t okkur saman á fund við Skapara okkar, lifað í kærleikanum og breytt heiminum í betri verustað, fyrir samtíðina og framtíðina. 33

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.