Afturelding - 01.06.1972, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.06.1972, Blaðsíða 18
Bjargaðist vegna sýnar Björg ihafði nýlega orðið 17 ára (nafninu er breytt). Hún stóð við stóra eldhúsgluggann og horfði á skýin. Hún veitti Iþví athygli hvemig stór- ar snjóflygsurnar féllu niður á jörðina og juku stöðugt snjómagnið, sem þegar var orðið margra metra djúpt. Björg hafði ekki verið svo hamingjusöm að al- ast upp í heiimili trúaðra foreldra. Nei, „Guð“ og ,,‘hjálpræðið“ voru með öllu óþekkt hugtök fyrir hana öl-I barnsárin. En alllt um það hafði Guð þó lagt eilífðina niður í brjóst hennar. Aldrei fékk hún tækifæri til þess að ganga í neinn sunnudaga- skóla, og kristilegar vakningarsamkomur voru aldrei haldnar í þorpinu 'litla sem hún fæddist í og ólst upp. En presturinn kom þó þangað ein- staka sinnum, varla oftar en einu sinni á ári. 'Þegar nú Björg stóð þarna við eldhúsgluggann og 'horfði á hvítu snjóflygsurnar fal'la í stórum hrönnum niður á mjallhvítan snjóinn, sem fyrir var, heyrði hún óm af setningu úr sálmi, sem hún hafði einhverntíma heyrt farið með, og hljóðaði svo: „Hreinsa mig iDrottinn, sem hreinfallinn snjó.“ Hún fór að ihugsa um öll harns- og unglings ár sín, hvernig lífið gekk mest út á það að fara á leiksýningar og dans. Nú þyrptust þessar minn- ingar að henni og Iþrengdu sér í gegnum huga hennar. Hún minntist þess svo vel, að mörgum sinnum er hún ætlaði að njóta iþessara leiksýn- inga sem hezt, var sem hún heyrði rödd í hjarta sér: „Þú skalt ekki vera hér. Þetta er ekki staður fyrir þig.“ Oftar en einu sinni fannst henni hún heyra þessa rödd, svo laðandi en þó svo sterka, að hún stóð upp úr sæti sínu og 'hljóp heim. Þau kvöldin grét hún sig jafnan í svefn. Hún minntist áranna um og eftir ferminguna, hvemig hún spurði sjiálfa sig, af því að hún hafði engan að spyrja: „Er þetta llífið? Er ekkert meira að finna í tilverunni, sem getur fullnægt og friðað mannshjartað?“ Tíminn leið, og henni fannst lífið hara vera svekking og erfiðleikar. Hún varð að finna ein- hvem endi á þessum erfiðleikum og friðleysi. Og dagurinn rann upp, sem hún tók fasta ákvörð- un. Hún ætlaði að svipta sig lífinu. Það var betra að deyja, fannst henni, heldur en að lifa svona gleðivana lífi. Þannig mundi hún losna við þá innri hryggð og angist, sem grúfði yfir hennar innri Hfs-veröld. Það var kvöld. Hún hafði farið í allianga göngu- för. Hún gengur fram með sraumþungu vatnsfalli. Hún gengur fram á iháan klett og honfir niður í Iiringiðu vatnsins. Fyrirvaralaust heyrir hún rödd, sem talar tii hennar: „Ger nú endi á ti'lveru þína. Hér sér enginn til þín.“ Hún ieit upp, og horfði aillt í kringum sig, en sá engan. Því næst heindi hún öllum huga sínum að einni ákvörðun, að kasta sér í hringiðu árinn- ar umsvifalauet. En þá gerðist nokkuð óvænt. Henni vitraðist sýn. Mannshönd var rétt fram, 'beint fyrir framan hana, og frá höndinni drupu Iblóðdropar niður í vatnið og lituðu það blóði. Nú hrast hún 'í grát, ekkalþrunginn og djúpan, sem aldrei virtist ætia að stöðvast. Hún hafði skil- ið, að það hafði verið æðra vaid, sem greip fram í fyrir henni og forðaði 'henni frá þeim hryl'li- lega verknaði, er hún var að því komin að fram- kvæma. Ekki löngum tíma eftir jætta bar hana sem gest að heimlii, þar isem aðkomumaður var að halda samkomu í heimilinu. Þegar hún ha'fði hlustað litla stund á boðskap mannsins, fann hún undir eins, að hér heyrði hún það, sem hjarta hennar hafði ailtaf verið að leita að. Er hún í lok stundar- innar var spurð um það, bvort hún vildi frelsast, svaraði hún því óðara játandi. Við stólinn, sem hún ihafði setið á, kraup hún við hlið þess, sem hafði spurt hana. Og á þeirri 18

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.