Afturelding - 01.06.1972, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.06.1972, Blaðsíða 20
J A N MALM: Hann sér með auga^ sem hann hefur ekki. ZJndur, sem gerir lœknana forviða I samibandi við heimsókn „Full Gospel Mens“ til Svíþjóðar befur fréttán um undraverða lækn- ingu á Dave Pelletier yngri, vakið mjög mikla at- hygli. Dave er níu ára að aidri og er lifandi sönn- un fyrir undursamlegum mætti Guðs. Gegnum þetta mikla undraverk hafa margir unnizt fyrir Krist. Um alian heim eru læknar furðu lostnir yfir því, að Dave sér með auga, sem hann raun- -verulega hefur ekki. í slysi missti hann vinstra augað. En á samkomum sýnir hann að hann sér með tómri augnatóftinni, eða það sem „Expressen“ skrifar: „'Hann sér með plastauga“. Undirritaður, sem túlkaði föður Daves í sam- komu í Saron í Hallsberg, sannaði sjón drengsins fyrir fóiki í fullsetinni kirkju. Hann bað síðan föðurinn, að endurtaka fyrir „Hemmets Ván“ það sem skeð hafði: Þann 4. júlí 1968, þjóðhátíðardegi Bandaríkj- anna, skaðaði Dave vinstra auga sitt. Hann var lagður inn á sjúkrahús. Við báðum einlæglega Guð að bjarga lífi drengsins, en eftir þrjár aðgerðir og uppskurði, ákváðu læknarnir að taka augað úr honum. Þetta skeði í ágústmánuði sama ár. Guð taiaði til mín og gaf mér fullvissu um að Dave mundi fá sjón, jafnvel þótt augað væri tekið úr ihonum. Hægra augað var algerlega heil- hrigt. Jafnvöl þótt konu minni fyndist trú mín vera yfirspennt tilfinning, hélt ég áfram að trúa á kraftaverk. Undrið skeði 6. júlí, 1971. Klúkkan tíu um kvöldið, þrem árum eftir að augað hafði verið tekið burt. Dave lá í rúmi sínu vakandi. Það voru nokkrir vinir staddir hjá okkur á heimilinu. Skyndi- lega kom Dave hlaupandi niður frá annarri hæð til okkar, sem vorum í dagstofunni og hrópar: „Mamma, pabbi, ég get séð með' slæma auganu.“ Ég vissi á stundinni, að Guð hafði svarað bæn minni og opinberað það, sem hann hafði lofað mér þrem árum áður. Sjálfur þurft'i ég ekki að reyna sjón hans svo viss var ég, en vegna gesta okkar, sannreyndum við sjónina. Hann gat séð ljósið frá þrem lömp- um í heriberginu og benti á greiðu, sem ég hélt fyrir framan eitt ljósið. Við lofuðum Guð fyrir þetta dásamlega undur! — Mér fannst ég fá gæsa- húð um allan líkamann. Ég varð kaldur og heitur á víxl. Allt sem ég gat sagt var: „Þakka þér herra! Þakka þér, Jesús! Þetta er dagurinn, sem þú lof- aðir mér fyrir þrem árum síðan. Læknisfræðilegar skýringar eru engar, og margir sérfræðingar í augnlækningum hafa rann- sakað hina furðulegu sjón Daves, og finna engar iæknis- eða líffræðilegar skýringar á þessu fyrir- bæri. Pelletier lioldur því fram að þetta undur sé til þess að upphefja nafn Jesú og að fleiri leiti frélsunar gegnum það. Jesús gerði ekki öll krafta- verkin vegna kraftaverkanna sjálfra, heldur til þess að mennirnir, vegna þeirra, gæfu meiri gaum að fagnaðarerindinu, segir Pelletier og vitnar gjarnan í marga ritningarstaði, og meðal annars þennan: „En til þess að þér vitið að mannssonur- inn hefur vald á jörðu til að fyrirgefa syndir — þá sagði hann við lama manninn: — Ég segi þér, statt upp tak rekkju þína og far heim til þín.“ Frá Japan kom einn frægasti au'gnasérfræðing- ur til að rannsaka Dave. Ásamt öðrum séifræðing- um sönnuðum við undrið á Dave i sjónvarpi frammi fyrir milljónum áhorfenda. Ég notaði auðvitað tækifærið, að vitna um Jesúm sem frelsara, það geri ég ætíð. Það gerði Pelletier einnig í Hallsberg. Það var kristalstær og kröftugur vitnisburður. Menn frelsast líka vegna þessa undurs og vegna vitnisburðarins, sem .vekur iþá umhugsun, að þarf- ir mannsins vill Jesús sjá um. Meðal annars skeði 20

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.