Afturelding - 01.06.1972, Blaðsíða 50

Afturelding - 01.06.1972, Blaðsíða 50
Biblíuskóli Emanuel Minos 4. nóvember er dr. Emanuel Minos ásamt konu sinni Áse væntanlegur til Reykjavíkur. Munu þau hjón 'halda samkomur í Fíladelfíu hvert kvöld frá þeim degi og til 12. nóveunber. Auk þess verða Biblíulestrar að deginum, sem nánar verða aug- lýstir. Dr. Emanuel Minos þarf ekki að kynna fyrir íslendingum, svo eru í minni samkomurnar er hann hafði í Fríkirkjunni fyrir nálega 20 árum sagði: „Ég er nr. 175. Minnist þér jólakvöldsins 1943?“ Þá varð hann og kona hans skelfingu lostin.“ Og nú eruð þér kominn til þess að hefna yðar?“ spurði hann. „Já,“ svaraði ég og opnaði pakka, sem ég hafði með mér. 1 pakkanum var stór brauðkaka. Ég bað konu hans að hita okkur kaffi og svo drukk- um við og neyttum brauðsins öll fjögur við sama borð.“ Maðurinn hyrjaði að gráta og bað um fyrirgefn- ingu. Ég sagði, að ég vildi fyrirgefa honum vegna Jesú Krists. Einu ári seinna frelsuðust hjónin bæði og eru í dag kostgæfnir lærisveinar Krists. Það r-íkti alger og heilög þögn í samkomusalnum í Rómaborg, meðan öldungurinn vitnaði. Við fundum það öll að Andi Guðs var nálægur og þeg- ar það er, iþá er þögnin heilög — Guð talar, og hann hefur boðskap til okkar allra. (Korsets Budskap). og drógu að sér þúsundir manna, þann hálfan mán- uð er hann dvaldi Iþá hér í borg. Síðan hefur ganga hans verið óslitin sigurganga á vegum fagnaðarerindisins um öll Norðurlönd, England og Bandaríkin. Dr. Minos er fæddur í Kongo og var móðir hans þarlend, en faðirinn Grikki. Dauðvona var hann tekinn til fósturs af norskum kristniboðshjónum, Oddbjörgu og Gunn- eríusi Tollefesen. Þegar í bernsku komu óvenju- legir hæfileikar fram hjá Emanuel og var hann farinn að prédika við mikla athygli 6—7 ára gamall. Atlhygli nær Ihann ennþá og nú í hvað víðustum sjóndeildarhring er um getur á æviferli hans. Tveggja ára frestur og svo einlæg vinátta við forráðamenn Fíladelfíu urðu þess valdandi að úr heimsókn þessari verður nú. Athygli er vakin á þessu vegna vina utan af landi sem vildu vera með í samkomum þessum. I sömu viku og Minos kveður, er trúboði Gunnar Sameland væntanlegur til Reykjavíkur og tekur þátt í Biblíuskóla og sam- komum um tveggja vikna skeið, sem nánar verður auglýst. Þannig mun nær allur nóvember verða þétt- setinn af samkomum tvisvar á dag. Þeir sem vilja njóta fyrirgreiðslu safnaðarins þurfa að tilkynna komu sína sem aflra fyrst og skrifa í pósthólf 5135. Verið velkomin í Jesú nafni. Einar J. Gíslason.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.