Afturelding - 01.08.1976, Page 14

Afturelding - 01.08.1976, Page 14
TJALDSAMKOMUR koma eftir síðustu samkomuna í tjaldinu, og var bað mjög góð samkoma og voru þar á þriðja hundrað manns. Næst var tjaldið reist í Kirkjulækjarkoti, þar sem er árlegt síðsumarmót um Verslunarmanna- helgina. Að þessu sinni 30. júlí til 2. ágúst. Viðbótin var strax látin í tjaldið, vegna reynslu frá fyrra ári. Og var tjaldið fullsetið svo að segja á hverri samkomu. Mótið var mjög svo blessað, og aliir fundu fyrir nærveru Drottins. Sá stóri atburður skeði að um 40 manns skírðust x Heilögum Anda. Svo var það Grindavtk 6.—8. ágúst. Þar voru það aðallega börnin sem sóttu samkomurnar, en þau náðu því að verða yfir 100. Og voru það góðar samkomur. Var það síðasti staðurinn á þessu sumri. En fleiri höfðu áhuga að fá tjaldið. Og væri það gott ef að hægt yrði að fara á fleiri staði fyrir sumarið. En þá þurfum við kannski lengra sumar og það held ég að við getum ekki fengið. En eitt gætum við beðið Guð um sem mundi auðvelda okkur að fara á fleiri staði yfir sumarið, það er fleiri verkamenn. Biðjum um vakningu á íslandi. Sam D. Glad. Prestur sagði við gamla hrörlega konu: ,,Það er víst bágt að vera svo gamall, finnst þér það ekki?” ,,Nei” svaraði hún brosandi, ,,Þeim mun dýpra sem kemur í bollann, verður drykkurinn sætari, því allur sykurinn situr á botninum.” 14

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.