Afturelding - 01.01.1984, Page 4

Afturelding - 01.01.1984, Page 4
Sigurður Ægisson: Guðbrandur Þorláksson Hugleiðing á biblíuári í ár eru liðin 444 ár frá prentun nýjatestamentisþýð- ingar Odds Gottskálkssonar. Þá er þess ennfremur minnst að 400 ár eru liðin frá prent- Aðdragandi Frá upphafi ritlistar hafa menn gert bækur, fyrst á papírus, þá bókfell og loks pappír. En seinlegt var að skrifa þær upp, eitt eintak í senn. og útbreiðslan hlaut því að sama skapi að verða næsta takmörkuð og bækumar ákaflega dýrar. Það má því segja, að það hafi ekki verið neitt lítið hagræði, þegar mönnum kom til hugar um miðja 15. öld að steypa bók- stafina hvem fyrir sig og raða þeim sam- an að vild, svo að úr mátti gera blaðsíð- Guðfræöideild I láskóla Ijúka þaöan námi vorið un Guðbrandsbiblíu, 17. prentun Biblíunnar í heimin- um, talið eftir þjóðtungum. Á Biblíuári er þvi ekki seilst um hurð til lokunnar, ur, setja í prentþröng eða pressu, bera á svertu og prenta svo mörg eintök sem þurfaþótti. I fyrstu voru hinar prentuðu bækur gerðar með líku sniði og tíðkaðist um handrit miðalda. Þangað sóttu menn fyrirmyndir að leturgerð, skreytingum og fleiru. En menn gerðu sér ljóst, áður en langt um leið, að ætti prentlistin að ná til almennings, varð að vanda minna til bókanna, bæði pappírs og prentunar, gera framleiðslu þeirra ódýrari. Við það hrakaði bókagerð mjög, en þó voru jafn- an einhverjar bækur prentaðar, sem ekkert var til sparað. Prentlistin fór hratt yfir og barst á fáum árum til flestra landa Evrópu. Prentlistin til íslands Menn em á einu máli um, að Jón biskup Arason hafi fyrstur manna haft að fara nokkrum orðum um þetta brautryðjendastarf, sem meðal annars fæddi af sér mestu gersemi íslenskrar bókagerðar, fyrr og síðar. út hingað prentverk. En um hitt greinir menn á, hvenær sá atburður gerðist, því heimildir eru óljósar og stangast á. Hafa menn nefnt til árin 1525—26,1529—31 og 1534—35, en mestar líkur munu þó benda til, að ártalið 1530 eða þar um bil fari næst sanni, því sitthvað er talið mæla gegn hinum árfærslunum. Prentverkinu fylgdi sænskur prentari, sem í íslenskum heimildum er jafnan nefndur Jón Matthíasson eða Jón svenski, en mun sennilega hafa heitið Johannes Matthei. Var hann jafnframt lærður maður á klerkleg fræði og mun hafa verið hér lengi prestur fyrir og eftir siðbreytingu. Er talið að hann hafi átt prentsmiðjuna sjálfur,1 enda mun það hafa verið algengt á þessum tíma, að far- andprentarar, sem margir voru um leið hinir lærðustu menn, færu stað úr stað með prenttæki sín og pappír. 1) Um þetta verður ekki vitað með vissu út frá þeirn heimildum, (liklcf'a um 1929— 30) og prentara rneð, sœnskan mann ..." (Sjá nánar sem til eru, því þær eru tvíræðar. T.d. segir P.E.Ó. í bók sinni Saga ís- H.S. bls. 41—42). lendinf'a bls. 328: „Preníverk hafðiJón hyskup Arason haft til landsins

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.