Afturelding - 01.01.1984, Side 8

Afturelding - 01.01.1984, Side 8
Prentmynd af Guðbrandi biskupi, skorin í tré. Myndin er frá 16. öld og er varðveitt í l>jóðminjasafni íslands (nr. 446). Mynd: lceland Review. sem birtist í fyrsta skipti öll í íslenskri þýðingu 6. júní 1584, og er nú Iöngum- kennd við útgefanda sinn og nefnd Guð- brandsbiblía.1' Mun það jafnframt vera 17. prentun Biblíunnar í heiminum ef talið er eftir þjóðtungum. Guðbrandsbiblía Menn telja víst, að Guðbrandur hafi verið farinn að huga að hinu mikla verki skömmu eftir að hann settist að stóli, því eins og gefur að skilja er slíkt verk ekki unnið í flýti. Hann þýddi ekki sjálf- ur alla Biblíuna, heldur notaði hann, að svo miklu leyti sem hægt var og til náð- ist, eldri þýðingar. Nýjatestamentisþýð- ingu Odds tók hann upp nálega óbreytta. í Gamla testamentinu voru notaðar þýðingar Gissurar biskups Ein- arssonar, sem áður eru nefndar (þ.e. Orðskviðir Salomons og Síraksbók, og hugsanlega Jobsbók og Samúelsbæk- urnar), og Odds Gottskálkssonar (Dav- íðssálmar og e.t.v.' Spámannabækumar) auk annarra manna10 og þess, sem Guðbrandur þýddi sjálfur. Mun það eitt hafa verið ærið verk biskupi, að lesa allt yfir og lagfæra, þar sem þörf var á. Far- ast honum sjálfum orð um það á þessa Ieið: „En svo mikið ómak hafði ég þær sumar dönskublandaðar útleggingar og brákað mál að yfirlesa, lagfæra og emendera, að það var ei stórs minna vert en að nýju út að leggja.“ 11 En ekki var það eitt nægilegt að hafa prenthæfan texta, heldur þurfti að auka útbúnað prentsmiðjunnar, sem mun hafa verið í rýrasta lagi. Naut Guðhrand- ur þar aðstoðar vinar síns og fyrrum kennara, Páls Madsens, Sjálandsbisk- ups. Fékk hann nýja prentþröng og fjöl- breyttara letur en áður hafði verið til í prentsmiðjunni. Ennfremur aflaði Guð- brandur myndamóta frá útlöndum og skar sjálfur hnúta og annað skraut, ásamt öðrum. Menn telja, að Oddur hafi þýtt Nýja testamentið eftir þýðingu Lúthers,12 en hafi jafnframt haft hliðsjón af tveim latneskum þýðingum, Vulgata og þýð- ingu Erasmusar frá Rotterdam. Vera má, að hann hafi einnig notað sænska þýðingu frá 1524.l:i. Hins vegar hafa ekki fundist nein örugg merki þess, að Odd- ur hafi notað gríska textann, enda allt á huldu um þekkingu hans á þeirri tungu. Hvað Gamla testamentið snertir, er erfitt að ákvarða hver frumtextinn hefur verið, þar eð þýðendur eru svo margir. En sýnt þykir, að þýðing Lúthers hafi 9) Á íslandi var engin heilleg biblíuþýðing til fyrir siðbreytingu, svo vitað sé, heldur aðeins nokkur brot, felld inn í önnur guðræknirit. Til er íslensk hómilíubók (prédikanasafn) í eftirriti frá því um 1200, og ásamt norskri hómilíubók frá svipuðu leyti, er þar að finna lengsta biblíutexta sem til er á norrænu máli frá svo fornum tíma. En langsam- lega mestu biblíuþýðingar fornar eru norskar að uppruna, og hafa varðveist í safni því, sem nefnt hefur verið Stjórn. Það tekur þó aðeins til Gamla testamentisins, en margar bækur þess cru þar þýddar í heilu lagi. Mun elsti og merkasti hluti þessa safns vera frá öndverðri 13. öld. Ennfremur eru til heimildir um, eins og áður er getið, að Jón Arason hafi látið prenta þýðingu guðspjallanna (Fjórir guðspjallamenn), en sú bók er nú með öllu týnd. (Sjá S.J.Þ. bls. 14 og Ó.H. bls. 51). 10) Hcimildir nefna biskupana Gísla Jónsson og Ólaf Hjaltason meðal þcirra, sem unnið hafi að Biblíunni, en allt er óvissara um hlut- dcild þeirra. (Sjá S.J.Þ. bls. 14). 11) SjáH.S.bls.49. 12) Stefán Einarsson telur líklegt að Oddur hafi notað Núrnbergút- gáfuna frá 1524 (sjá S.E. bls. 213). 13) Magnús Már Lárusson hefurgetið sér þessa til. (Sjá S.E. bls. 213).

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.