Afturelding - 01.01.1984, Qupperneq 9

Afturelding - 01.01.1984, Qupperneq 9
0 verið notuð og svo Vulgata, og eitthvað mun hafa verið gripið til danskra þýð- inga annað veifið. Auk þess telja sumir, að sterkra áhrifa gæti frá hinni norsk- íslensku miðaldabiblíuþýðingu Stjórn.14 Biblían hin vandaöasta Að sögn eiga sjö menn að hafa unnið að prentun Biblíunnar í tvö ár, og telja fróðir menn, að miðað við stærð bókar- innar og afköst þess tíma í prentverki, megi telja það örugga heimild. Hún var öll prentuð í svörtum lit, nema hluti textans á titilsíðu, sem prentaður var í rauðu. Upplag hennar var 500 eintök, sem telja verður mjög stórt, ef litið er á allar aðstæður. Skiptist hún í þrjá kafla, fýrst Gamla testamentið, þá Spámanna- bækumar og loks Nýja testamentið. Var erlendur bókbindari, Jurin að nafni, Kitt af titilblöðum Guðbrandsbiblíu. fenginn til þess að binda bókina, og batt hann helming upplagsins. Voru 120 ein- tök send til bands í Kaupmannahöfn, en afgangurinn falinn íslenskum manni, sem lært hafði bókband af hinum er- lenda. Var bandið hið vandaðasta, eins og bókin öll, slegið utan með spennu og doppum. Til nýjunga heyrði það í ís- lenskri bókaútgáfu, að Biblían var skreytt myndum (27, og tvær þeirra eru tvíprentaðar). Lengi var talið, að Guð- brandur biskup hefði sjálfur skorið myndamótin að sumum myndanna, að minnsta kosti, en rannsókn hefur leitt í ljós, að myndimar muni allar vera er- lendar.15 Biblían mun ekki hafa farið að koma úr bandi fyrr en 1585. Hún var dýr bók, kostaði hvert eintak 8—12 dali, sem var feiknaverð á þeim tíma og myndi svara til tveggja eða þriggja kýrverða. Kon- ungur hafði veitt nokkum styrk til prentsmiðjunnar og bókaútgáfu bisk- ups, og síðar veitti hann styrk beinlínis til útgáfu bókarinnar.16 Bauð hann jafn- framt, að hver kirkja skyldi leggja 1 ríkis- dal til útgáfunnar og kaupa skyldi til hverrar kirkju eina Biblíu og gjalda með 8—10 ríkisdölum eftir efnum og ástæð- um. Sala Biblíunnar mun þó hafa gengið treglega, enda markaður daufur fyrir nefndra hluta sakir. Er vitað, að biskup gaf fátækum kirkjum í Hólastifti 20 ein- tök og hugðist gera eins við fátækar kirkjur í Skálholtsstifti, þótt nú sé ekki vitað hvort af hefur orðið. Hefur getum verið að því leitt, að Nýja testamentið, sem biskup lét prenta sérstaklega, árið 1609, hafi einkum verið gert vegna þeirra, sem ekki höfðu efni á að kaupa Biblíuna. Þegar prentun Biblíunnar var lokið varð fjögurra ára hlé á allri útgáfu- starfsemi.17. Sálmaþýðingar Marteins og Gísla Þegar siðbreytingin gekk í garð á ís- landi, kom það vandamál á daginn, að sálmar í lútherskum anda voru ekki til. Hinir fyrstu lúthersku biskupar sáu að hér varð úr að bæta, og tóku sér því fyrir hendur að snúa dönskum og þýskum sálmum á íslenska tungu. Létu þeir síð- an prenta þetta í Kaupmannahöfn. Sálmaþýðingar Marteins Einarssonar komu út árið 1555, en sálmakver Gísla Jónssonar árið 1558.18 Um þýðingar Ólafs Hjaltasonar biskups á Hólum er ekki vitað með vissu (sbr. þó neðanmáls- grein 4). Er skemmst frá því að segja, að báðar eru þessar bækur helst frægar að endemum fyrir vondan kveðskap. Hafa menn jafnvel haft á orði, að sennilega hafi íslensk ljóðlist aldrei sokkið dýpra, og fullyrða megi, að tunga og bók- menntir myndu hafa beðið ómetanlegt tjón, ef framhald hefði orðið á slíku. Glöggt dæmi um þennan kveðskap er eftirfarandi sálmur: Alleinasti Gud íhimerík veri lof og prís fyrir allar sinar nádir, sem hann hefurgert ájaröríki áþessum náðalegu dögum, ájörðinni er komin stórgleði ogfrið, svo allir menn mega nú gleðjast við Guðs elsku oggóðan vilja. Þessi sálmur er annar í röðinni í kveri Gísla, og er rétt að geta þess, að þetta mun vera ein hin allra aumlegasta þýð- ing frá þessum tíma. En þó er ekki að efa, að þessir menn hafa talið sig vera að gera mönnum góða hluti,19 og nægir að benda á titilblað Gíslakvers, en þar segir meðal annars: ,Að Guðs lof megi ætíð aukast á meðal kristinna manna, þá eru hér nokkrir sálmar útsettir af mér Gísla Jónssyni á íslensku...“ 14) Sjá C.W.N. bls. 320-321 og H.S. bls. 49). 15) Sjá H.S. bls. 46. 16) Ekki vita mcnn hvc miklu gjöf konungs nam. Hafa mcnn nefnt ýmsar upphæðir í því sambandi (100, 200, 300, 500 og 3000 ríkisdali. Sjá nánar H.S. bls. 46 og M.M.L. a) bls. 408). 17) Þegar svo bókaútgáfa hefst að nýju árið 1589, eru prentsmiðj- umar orðnar tvær. Önnur þeirra er á Hólum, en hin á Núpufelli í Eyja- firði. Þetta skeið íslenskrar prentsögu hefur valdið mönnum nokkrum heilabrotum, því báðar prentsmiðjurnar munu hafa unnið fyrir Guð- brand biskup. Hafa menn helst getið sér þess til, að Jón og biskup hafi, að lokinni prentun Biblíunnar, slitið eignafélagi sínu í prcntsmiðjunni. Hafi Jón flutt sinn hluta á Núpufell, en biskup haldið sínum á Hólum, og prentsmiðjurnar þannig orðið tvær. Síðar hafi Jón selt biskupi sinn hluta og flutt með hann til Hóla, og prentsmiðjurnar þannig sameinast að nýju. Þykir mönnum athyglisvert í þessu sambandi, að nafn Jóns hverfur um sömu mundir af Hólabókum, þótt hann héldi áfram prent- störfum til dánardags, 1616. (Sjá H.S. bls. 49 — 50). 18) Ymist telja menn, að sálmarnir í Gíslakveri hafi verið 17 (P.E.Ó. b) bls. 24; MJ. bls. 431) eða þá 21 (S.E. bls. 216; J.Þ. bls. 234; M.M.L. c) bls. 88). En P.E.Ó., sem gerst hefur rannsakað þessa sálma, segir; „Hreinir sálmar i kveri þessu eru 17, auk 4, sem ekki eru heint sálmar (kyrie, sekvenzia, antifóna)." Þetta gæti útskýrt það, hvers vcgna menn greinir hérá. (Sjá P.E.Ó. b)bls. 24; Sjá einnigÓ. H. bls. 59.) 19) Páll Eggert Ólason er varfærinn í dómum um þessa sálma, og tel- ur rétt að taka tillit til aðstæðna þessara manna. Segir hann t.d. á einum stað: „Sálmahœkurnar... verður að divma eftir markinu." (Sjá P.E.Ó. a)bls. 344).

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.