Afturelding - 01.01.1984, Síða 10

Afturelding - 01.01.1984, Síða 10
X í heilan mannsaldur voru þessir sálm- ar sungnir í kirkjum landsins. 20) Sagnir herma, að söngnótur hafi verið í Breviarium Holense, en líklegt þykir, að misminni ráði þar mestu um. (Sjá H.S. bls. 50). 21) Guðbrandur tók m.a. upp í sálmabók sína áðurnefndan sálm (Alleinasti Guð í himerík) úr Gíslakveri, nær óbreyttan. Líklega á j P.E.Ó. við slíka sálma, þegar hann segir, að til séu þar sálmar, sem frá upphafi til enda séu „eitt kafald af rlmleysum, mállýtum, smekkleysum og rugli í hljóðfalli.“ (Sjá P.E.Ó. b) bls. 51). Sálmabók Guðbrands biskups Guðbrandi biskupi var ljós sú niður- læging, sem andlegur kveðskapur þjóð- arinnar var kominn í, samanborið við kaþólsk helgiljóð eða veraldlegan kveð- skap. Hófst hann því handa um að und- irbúa útgáfu nýrrar sálmabókar, og fékk sér til aðstoðar ýmsa mæta menn. Sálmabókin kom út árið 1589 og var prentuð í 375 eintökum. Hafði hún inni að halda 328 sálma og allmargar söng- nótur, hinar fyrstu, sem prentaðar voru á íslandi og kunnar eru.20 Af orðum biskups í formála má ráða, að sálmamir hafi flestir verið þýddir úr latínu eða þýsku, nokkrir úr dönsku og fáeinir frumsamdir. Nokkrir hafa auk þess verið lagfærðir, er áður höfðu birst í nefndum kverum, en aðrir teknir óbreyttir.21 Sjálf- ur kveðst biskup aðeins hafa þýtt tvo eða mestþrjásálma. Annars gerir biskup í formála grein fyrir tilgangi sínum með útgáfu sálma- bókarinnar. Hann er sá, að fá söfnuðin-, um í hendur sálma og andlegar vísur til söngs í kirkjunni. En hitt vakir ekki síð- ur fyrir biskupi, að lyfta sálmakveðskap þjóðarinnar skör hærra, svo hann megi í það minnsta standast samanburð við veraldlegan kveðskap, sem var biskupi lítt að skapi, og nefnir hann til „ónyt- samlega kveðlinga, trölla- og forn- manna rímur, mansöngva, afmorsvísur, brunakvæði, háðs- og hugmóðsvísur og annar vondur og ljótur kveðskapur: klám, níð og kerskni, sem hér hjá al- þýðufólki framar meir er elskað og iðk- að Guði og hans englum til styggðar, djöflinum og hans árum til gleðskapar og þjónustu en í nokkru kristnu landi öðru og meir eftir plagsið heiðinna manna en kristinna ... því að mjög er það misráðið og ólaglegt að vanda ver- aldlegar vísur og önnur ónytsamleg kvæði með mestri orðsnilli og mælsku, sem maður kann best, en hirða ekki að vanda það, sem Guði og hans lofgjörð tilkemur." Auðséð er hvert biskup bein- Nokkur 16. aldar rit. Talið frá vinstri: Guðbrandsbiblía (1584), Passionall, öðru nafni Píslar- sagan, (1594), Löf>bók íslcndinf>a, öðru nafni Jónsbók (1578) og Graduale cða Grallarinn (1594). Mynd: Landsbókasafn íslands. ir skeytum sínum. Það eru vikivakamir og rímumar, sem honum eru mestur þymir í augum. í lokaorðum formálans heitir hann á „alla guðsorðs þénara, alla guðhrædda valdsmenn, alla fróma hús- bændur, að þeir styrki og hjálpi hér til, að af mætti leggjast þessi vondi og ónyt- samlegi kveðskaparháttur, en í staðinn inntakast og iðkast andlegar vísur og kvæði, svo sem nú er orðinn plagsiður í Danmörku og annars staðar hjá fróm- um guðhræddum mönnum, hvar sem maður kemur þar í gildi eða gestaboð, í erfiðishús eða aðra verkstaði, þá er oft- ast að heyra sálma og andlegar visur ... En hvað langt vorir siðir eru frá svodd- an framferði, er aumlegt um að hugsa, þó enn hryggilegra frá að segja.“ Ekki var hlutverkið smátt, sem þessari einu bók var ætlað.21 Svo er að sjá, að viðtökumar, sem hin nýja sálmabók fékk í fyrstu, hafi ekki verið sem bestar. Hvað einkum var fund- ið henni til foráttu er ekki vitað, en af bréfum biskups má ráða, að talsverð brögð hafi verið að aðfinnslum manna. En hvað sem því líður er það mál manna, að biskup hafi með sálmabók- inni lagt undirstöðuna að íslenskri sálmagerð næstu tvær aldimar.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.