Afturelding - 01.01.1984, Page 12
/ álfu okkar gerast nú stór-
stígar breytingar í Jjölmiðlun
og ýmiss konar menningar-
samskiptum. Ríkiseinokun
rafeindafjölmiðlanna útvarps
og sjónvarps er á fallanda fceti,
enda beinlínis tímaskekkja
á öld gervihnatta og kapal-
kerfa. Með tilkomu öflugri
gervihnatta, sem staðsettir eru
á einskismannslandi himin-
geimsins, verður kleift að
dreifa dagskrám um stórt
landsvœði, með tiltölulega litl-
um kostnaði.
Margir aðilar cetla að taka
bátt í þessum leik og þeirra á
meðal eru kristnir menn í
Evrópu, sem nota útvarp og
sjónvarp til boðunar fagnað-
arerindisins. Fyrir skömmu
var staddur hérlendis Len
Johannson, Kanadamaður af
scensku bergi brotinn, og
kynnti hann trúboðafundi
Hvítasunnumanna starf
kanadíska sjónvarpsfélagsins
„Crossroads Christian Com-
munication Inc. (CCCI)" og
þátt þess í vaxandi sjónvarps-
starfi kristinna manna í
Evrópu.
I eftirfarandi viðtali segir
Len Johannson frá kristilegu
sjónvarpi vestanhafs og aust-
an.
Eitt skref í einu
Viðtal við Len Johannson
Upphafið
Upphafsmaður þessa sjónvarps-
starfs (CCCI) er David Mainse. Hann
var forstöðumaður lítils hvítasunnu-
safnaðar í Norður-Ontario. Honum
fannst hann ekki ná til fólksins og fór
því til sjónvarpsstöðvar staðarins og
spurði: — Get ég fengið fimmtán
mínútna þátt í dagskrá ykkar? Þeir
svöruðu: — Já, fimmtán mínútur
skaltu fá, en þú mátt ekki prédika.
Strax í fyrstu útsendingu bauð
hann fólki að hringja til þáttarins.
Honum urðu á þau mistök að aug-
lýsa símanúmer sjónvarpsstöðvar-
innar, í stað þess að gefa upp núm-
erið í.kirkjunni. Ef til vill var þetta
Guðs vilji, því símaborðið hafði ekki
undan hringingunum, starfsmenn-
imir sögðu að það hefði ljómað eins
og jólatré! Forráðamenn stöðvarinn-
ar urðu yfir sig hrifnir og sögðu að