Afturelding - 01.01.1984, Page 16

Afturelding - 01.01.1984, Page 16
Þeir sem fylgdust með útsendingu sjónvarps frá Eurovision Söngvakeppninni í Munchen á síðasta ári muna eflaust eftir ungri sænskri stúlku sem lenti þar í þriðja sæti með lag sitt „Frámlingen“. Carola Hággkvist heitir hún og er aðeins sautján ára göm- ul. Frá því hún kom fram í þessari keppni hefur hún átt miklum vinsældum að fagna sem söngkona, en þrátt fyrir þá upphefð sem slíku fylgir hefur hún varðveitt trú sína á Jesú Krist, hið mikilvægasta í lífi sérhvers manns. Þessi unga stúlka sem varð fræg á einni nóttu Ijómar af gleði þegar hún segir: Það er slökkt á myndbandinu, tónlistin lækkuð og Carola Hággkvist gengur inn á Hótel Vaakuna til að halda blaða- mannafund í tilefni af styrktar- hljómleikum UNICEF, Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Helsingfors. Blaðamannafundurinn tekur fljótlega á sig mynd vakningar- samkomu. — Jesús er númer eitt í lífi mínu. Ég hef lagt líf mitt í hend- ur Guðs. Hann getur leitt mig hvert sem hann vill og eins og hann vill, segir Carola frammi fyrir tuttugu blaðamönnum. — Ég veitað Jesúseralltafhjá mér, heldur hún áfram. Ég get beðið til hans við símann, á stoppistöðinni, já hvar sem er. Nokkrum dögum fyrir Eurovi- sion söngvakeppnina í Múnc- hen, þar sem stjarna Carolu fór að rísa, hætti hún í menntaskóla til að geta hafið nám í Biblíu- skóla um haustið. — Ég vil læra meira um Jesú. Því miður hef ég ekki getað stundað nám mitt sem skyldi sökum anna en ég hef hugsað mér að snúa við blaðinu í vor. Ég vona að ég hafi rýmri tíma þá. Trú Carolu og fijálslegt við- mót hefur hvatt marga til að lesa Carola Hággkvist:

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.