Afturelding - 01.01.1984, Síða 19
Ásmundur Eiríksson ásamt ei^inkonu sinni, Þórhiidi Jóhannesdóttur.
ræðustól sinn átti hann mjög trúa
og góða stuðningsmenn. Hann
kenndi rétt út frá Nýja testamentinu
og var til hinstu stundar trúr þeim
boðskap. Ofsa og öfgum sneiddi
hann hjá og leiddi söfnuðinn og
blað sitt fram hjá öfgastefnum. Um
leið og hann var maður Orðsins, þá
var hann ekki síður maður fram-
kvæmdanna. Frá grunni lagði hann
hornstein starfsins hér í Fíladelfíu í
Reykjavík, studdur af konu sinni
Signe, Páli Einarssyni og Jónínu
konu hans, Ólöfu Einarsdóttur og
Þórhildi og Ásmundi Eiríkssyni.
Vorið 1954 hóf Ericson að byggja
Fíladelfíu í Keflavík. Hafði hann
fengið góðar lóðir (tvær húsalóðir)
við Hafnargötu 84. Þetta var þá í út-
jaðri kaupstaðarins. Síðan hefir
byggðin orðið sambyggð Njarðvík-
urkaupstað og gegnir Fíladelfía
Keflavík þjónustu Hvítasunnu-
manna við þessa stóru byggð. Eric-
son gat verið með og vígt húsið. En
ekki mikið lengur. Eins og fyrr er
skrifað, þá andaðist hann 17. janúar
árið 1959, aðeinn 59 ára gamail.
Það var stórt skarð fyrir skildi,
við brottför Ericsons af þessum
heimi. Hann virkaði alltaf sem mað-
ur er hafði jafnvægi og skapaði
kjölfestu.
Nú við þessi tímamót Aftureld-
ingar, getum við er að blaðinu
stöndum glaðst yfir að „blaðið með
boðskap", á erindi til þjóðarinnar og
er stutt af mörgum velunnurum er
leggja því lið. Stefnt er að markinu
er Ericsson setti og frá markmiðinu
hefir ekki verið hvikað.
Ásmundur Eiríksson
Ásmundur Eiríksson, annar rit-
stjóri Aftureldingar, fæddist að
Reykjarhóli í Fljótum, 2. nóvember
árið 1899. En þar bjuggu foreldrar
hans, Eiríkur Ásmundsson og Guð-
rún Magnúsdóttir. Eftir afturhvarf
sitt, sem hann lýsir vel í bókum sín-
um „Skyggnst um af skapabrún", þá
lét hann skírast ídýfingarskírn í
október árið 1926. Skírandi hans var
Arthur Gook trúboði á Akureyri. Ás-
mundur var einn af stofnendum
Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík 15.
maí árið 1936. Var hann þar meðlim-
ur nr. 7.
Ásmundur varð Hólasveinn og
sótti svo framhaldsnám í búvísind-
um í Danmörku. Ásmundur var mik-
ill hugmaðurog elja hansog dugn-
aður mikill. Hann lýsir í fyrrgreindri
bók sinni hákarlatúr fyrir Norður-
landi á aflaskipinu „Maríönnu“,
einhver fegursta sjóferðasaga skráð
á íslenskt mál.
Hugur hans stefndi til búskapar,
en þá kom skástrik í reikninginn.
Hann fékk berkla í bakið og var
lagður inn á Kristneshæli. Sjúkling-
ur var hann svo meira og minna um
mörg ár. „Gullið þarf að ganga í log-
ann, Guðelsk sál í reynslu eld“, er
ljóðlína úr einum sálma Ásmundar.
Þetta varð nú reynsla hans ár eftir
ár. I þessum þjáningum og erfiðleik-
um var einkum tvennt, sem hélt Ás-
mundi uppi. Barnsleg trú á forsjón
Guðs og framúrskarandi eiginkona,
Þórhildur Jóhannesdóttir frá Kross-
dal í Kelduhverfi. Skapgerð Ás-
mundar var mjög fastmótuð og
stefnuföst, arfur úr foreldrahúsum.
Árið 1932 situr Ásmundur Biblíu-
skóla í Stokkhólmi undir forsæti
hins kunna kennimanns Lewi
Pethrus. Þar hafði hann tíma til að
bera saman kenningarnar við Heil-
aga Ritningu. í ýmsu hafði Ásmund-
ur verið uppfræddur á annan hátt, í
öðrum jarðvegi. Markmið Ásmund-
ar var að hafa það er sannara reynd-
ist. Eftir heimkomuna frá Svíþjóð,
þá er hann staddur í Betel Vest-
mannaeyjum og á bænasamkomu.
Þá skeður það. Hann fyllist Heilög-
um Anda og fer að tala tungum og
mikla Guð. Upp frá þeirri reynslu þá
var stefnan mörkuð og strikið tekið.
Hann varð Hvítasunnumaður.
Tveim árum síðar, er hann með
um að stofna þetta blað. Nafngift
þess er hans. Var hann viðriðinn
blaðið meira og minna um 40 ára
skeið, sem aðstoðarritstjóri og síðar
sem aðalritstjóri. Samvinna þeirra
Ericsons og Ásmundar var með
ágætum. Eftir að sá er þetta ritar
gerðist ritstjóri var samvinnan við
Ásmund alla tíð góð. Auk forstöðu-
I mannsstarfa í Betel, Eyjum, um 5