Afturelding - 01.01.1984, Side 21
Vitnisburður
„Ég
endur-
fæddist”
Ég elska að lofa Drottin minn
og Frelsara, sem hefursvo mikið
gert fyrir mig, og allt mannkyn-
ið í heild.
Sumarið ’74 endurfæddist ég,
eða með öðrum orðum, ég frels-
aðist. (Jóh. 3:3). Það var dásam-
legur hamingjudagur í lífi mínu.
Allt lofaði Drottin. Hjarta mitt
brann af ólýsanlegri gleði. Sólin
skein miklu skærar en hún hafði
nokkru sinni gert fyrr. Mér
fannst grasið miklu grænna og
lóan gaf Drottni, skapara okkar,
dýrðaróð.
ÓGuðþú
sem elskar allt,
og umvefur heiminn
i vonsku sinni.
Og maöurinn er blindur
í munaði sínum
ogsérþig ekki.
En hafsins bylgjur
syngja þér óð,
um ástina
ogfriðinn.
Allt sem andardráll hefur
það lofarþig.
En maðurinn er blindur
í munaði sínum
hann sér þigekki.
í Davíðssálmi 148 (lesandinn
lesi hann) talar Davíð um að öll
sköpunin lofi Drottin okkar og
Frelsara.
En Jesús hefurekki lofað okk-
ur stormalausri ævi og margt
hefur á daga mína drifið síðan ég
meðtók Krist, oft hafa komið
sterkir stormar og hörð haglél,
en hann hefuraldrei brugðist.
í Markús 4. 35 — 39 stendur
skrifað: Að kvöldi sama dags
sagði hann við þá: ‘Förum yfir
uml’ Þeir skildu þá við mann-
fjöldann og tóku Itann með sér,
þar sem hann var, í bátnum, en
l>óra Björk Benediktsdóttir.
aðrirbátar voru með honum. Þá
brasl á stormhrina mikil, og
féllu öldurnar inn í bátinn, svo
við lá, að hannfyllti. Jesús var í
skutnum og svaf á kodda. Þeir
vöklu hann og sögðu við hann:
'Meistari, hirðir þú ekki um að
viðförumst?’
Hann vaknaði, hastaði á
vindinn og sagði við vatnið:
‘Þegi þú, hafhljótt um þigl’ Þá
lœgði vindinn og gerði stilli-
logn. “
Þú vinur minn sem lest þessar
línur. Jesús er hinn sami í dag.
Hann sagði: ,,Sjá, ég er með
yður alla daga, allt til enda ver-
aldarinnar. “ Hann elskar þig og
þekkir vandamál þín. Komdu
bara eins og barnið, og eins og
þú ert. Mundu að það var hann
sem sýknaði bersyndugu kon-
unasemáttiað grýta.
Jesús er hinn sami í dag og
kraftur hans er eilífur fyrir
Heilagan anda. Það hef ég svo
oft reynt.
Kær kveðja til þín, í Jesú
nafni.
Þóra Björk