Afturelding - 01.01.1984, Qupperneq 22

Afturelding - 01.01.1984, Qupperneq 22
Sam DaníelGlad: Biblían — innblásið orð Guðs Biblían er mjög sérstæð bók. Sá boðskapur er hún flytur okkur er ekki frá mönnum koniinn og hún gerir þá kröfu að vera Guðs orð. En það er til fólk sem dregur þetta í efa. Það heldur því fram, að Páll postuli segi hluti sem stríði í gegn því er Jes- ús prédikaði og að Gamla Testa- mcntið sýni okkur aðra Guðsynd en það Nýja og svo þar fram eftir götun- um. Við skulum nú ekki fjalla um slíka hluti, heldur sjá hvað Biblían segirsjálf. Biblían er bók sem fjallar um manninn, skapaðan í Guðs mynd, fall hans og veg Guðs til frelsis fyrir hann. Og sá Guð sem Biblían opin- berar okkur er Hinn sami bæði í Gamla og Nýja testamentinu. Hins vegar vex sú inynd er við fáum af Guði með hverri bók sem í Biblíunni er. Við getum því safnað saman öll- um þeim stöðum sem fjalla um Guð og sjáum þá hversu stórkostlegur hann er. Biblían reynir aldrei að sanna tilveru Guðs heldur gengur út frá því sem vísu að Guð sé til. Biblían er okkur af Guði gefin. Hún er opinberun Guðs til okkar. Þ.e.a.s. hún cr tilkomin vegna Guðs, en Guð notaði menn til að skrá það sem þar er skrifað. Um fjörutíu ein- staklingar hafa skrifað Biblíuna á um 1600 ára tímabili. Lítum aðeins nán- ar á tilkomu Biblíunnar og innblást- ur. Hún er skrifuð af fólki, ekki neinu yfirnáttúrlegu fólki, heldur venju- legu fólki sem Guð hefur útvalið til þess. Guð getur sent fullkominn boðskap gegnum ófullkomna mann- eskju. Þannig getur Guðs orð einnig dregið einhvern keim af þeim erbáru það fram. Því hver einstaklingur notar þann orðaforða og það orðalag sem honum er tamast. Biblían er rituð jafnt af lærðum sem leikum. Þar eru lærðir menn eins og Móse, Daníel, Páll og Lúkas. Og svo fjárhirðirinn Amos og sjó- maðurinn Pétur, svo nokkur dæmi séu tekin. Boðskapurinn sem höf- undarnir bera fram, ber alltaf ein- hvern keim af persónuleika þeirra og svo af því límabili er þeir lifðu á. En þetta rýrir ekki gildi boðskaparins sem orð Guðs á neinn hátt. Guð notar okkur eins og við erum. Þegar Guð tekur mann í sína þjón- ustu þá notar hann þann mann með þær gáfur og þá hæfileika er viðkom- andi hefur. Það sýnir okkur líka mátt og mikilleik Guðs. Við sjáum mörg dæmi einmitt um þetta. T.d. hvernig Davíð vann á Golíat. Sál reyndi að fá hann til að klæðast herklæðum sín- um. Davíð klæddist þeim. En hann fann sig ekki í slíkum klæðum, hafði aldrei klæðst slíku, hvað þá barist í slíkum klæðum. Hann notaði það vopn er honum var tamast og Guð gaf ísraelsmönnum sigur.1 Það sama sjáum við einnig er Sagmar Anats- son felldi Filisteana með staf sínum.2 Og Samson notaði asnakjálka.3 Andi Guðs kom sem sagt ylir menn sem höfðu ólíkan bakgrunn eða fortíð og gaf þeim þann boðskap er þeir skyldu skrá. Hann notaði þann orðaforða er þeir þekktu og þær myndir er þeir könnuðust við. En við sjáum t.d. persónuleika Sam Daníel Clad lauk námi frá Bihlíuskólan- um IBTI, I Knglandi, árið 1974. Hann er nú aðstoðarforstöðumað- ur Fíladelfíusafnaðar- ins í Reykjavík.

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.