Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 27

Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 27
RLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR Biblían gefín út á 1800 tungu- málum Samkvæmt nýjustu heimildum hefur Biblían í heild eða hlutar hennar verið gefin út á nærri 1800 tungumálum. Fyrir tíu árum síðan stóð þessi tala í 1457 tungumálum. En enn er mikið starf óunnið. Biblían í heild hefuraðeins verið þýdd á 279 tungumál og enn er langt í land með heildarþýðingu allra hinna út- gáfanna. En stefnan er skýr og unnið er að því að sem allra flestir fái Biblíuna þýdda yfir á sitt móðurmál. Nú sem stendur vinna Sameinuðu Biblíufélögin að þýðingu Biblíunnar yfir á 574 tungumál. Ekki ein einasta bók Bibliunnar hefur áður verið þýdd á 375 þessara tungumála. Afríka fær þýddar269 Biblíur eða Biblíuhluta og þar af eru 206 frumútgáfur. Asía fær 269 þýðingar og þar af eru frumútgáfuf 141 talsins. LG184 Vakningar tími í þrjátíu ár í desember 1983 hófu Assemblies of God sínar fyrstu útvarpssendingar. C.M. Ward, trúboði, tók hljóðnemann í sínar hendur og boðaði fagnaðarerindið í veik- um sendi. Þrjátíu árum síðar sendir Rivival time (Vakningar tími) út efni yfir 561 stöð. C.M. Ward gegndi starfi útvarpstrúboða allt til ársins 1979 og var hann virtur af milljónum hlustcnda fyrir kynningu sína á fagnaðarerindinu. Nú hefur Dan Betzer tekið við hlutverki hans. 1980 hófut út- sendingar nýs þáttar, sem ber nafnið: Every day with Jesus (Dag hvem með Jesú). KS284 Opinberir staðir í ísrael reyklausir frá 1. febrúar! 1. febrúar síðastliðinn tóku gildi í ísrael ný og ströng lög um reykingar. Nú ntá enginn lengur reykja eða halda á logandi sigarettu, vindlingi eða pípu á opinberum stöðum. Þeir sem óhlýðnast þessum nýju reglum þurfa að greiða því sem nemur 1.700 krónum íslenskum í sekt. Opinberu staðirnir eru sérstaklega til- greindir: bíóhús, leikhús, hljómleikasalir, dansstaðir, fundastaðir, sjúkrahús og tannlæknastofur. Ennfremur apótek, bókasöfn, skólar, lyftur, strætisvagnar fyr- ir átta manns eða fleiri, leigubílar og mini-strætisvagnar fyrir minnst sjö manns. í öllum lyftum hefur verið komið fyrir upplýstum skiltum með áletruninni: „Reykingar bannaðar!" og vanræksla varðar sektum að upphæð kr. 3.400 íslenskum. KS184 8.000 manns frelsast í Suður-Afríku 8.000 manns tóku, ekki alls fyrir löngu, á móti Jesú sem frelsara sínum í vakning- arsamkomum scm haldnar voru í Kwa- Terna, S-Afríku. Ræðumaður var Liz Nutt, frá Assemblies of God i Bandaríkj- unum. Samkomurnar stóðu yfir í tvær vikurog í þeim læknuðust margiraf hin- um ýmsu sjúkdómum. KS284 Ný Biblíuþýðing á „Afrikans“ orðin metsölubók Jóhannesarborg (NÖP/LWI) Ný þýð- ing Biblíunnar yfir á Afrikans, sem kom í bókabúðir í Suður-Afríku 2. desember síðastliðinn, hefur þegar markað sér bás sem metsölubók. Fyrsta upplagið, sem gefið var út í 250.000 eintökum er nánast uppselt. G.E. van der Merwe, forstöðu- maðurog yfirframkvæmdastjóri S-Afríku hluta alþjóðlegu Biblíusamtakanna UBS, telur að eftirspum cftir þessari útgáfu eigi sérenga hliðstæðu í sögu Biblíusölu. KS184 259 skírðir í einni og sömu samkomunni Þegar þess var minnst í nóvemberá síð- asta ári, í The Church of God söfnuðin- um í Manila, Filippseyjum, að þrjú ár voru liðin frá stofnun hans, voru 259 manns skírðir í einni samkomu. Rúmlega 2.500 manns tóku þátt í samkomunni og 200 manns tóku á móti Jesú sem frelsara sínum. Hvítasunnuvakningin er mjög sterk á Filippseyjum, sem er eina kristna landið í Asíu. KS284 Heimsmót hvítasunnumanna 1985 Heimsmót hvítasunnumanna er haldið þriðja hvert ár og 1985 fellur í hlut Sviss- lendinga að sjá um framkvæmd þess. Verður það haldið dagana 2.-7. júlí í Ziirich, en það var einmitt í þeirri borg sem fyrsta heimsmótið var haldið. Yfir- skrift mótsins verður: „Jesús Kristur — von heimsins." Fólk bíður hvarvetna í eftirvæntingu eftir að fá að heyra þekkta prédikara, víðsvegar að úr heiminum, tala út frá þeirri yfirskrift. KS184 14th PENTECOSTAL W0RLD CONFERENCE SWITZERLAND ZURICH • JULY 2-7 1985 ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.