Afturelding - 01.01.1984, Side 30
Ef við trúum ekki, að Guð heyri
bænir okkar, þá gerum við hann að
veru, sem er ófullkomnari en sköp-
unarverk hans.
Manni finnst létt að gefa öðrum
þau ráð, sem maður þarfnast mest
sjálfur.
Margir menn gleyma Guði allan
daginn, en þegar kvöldið kemur
biðja þeir Guð að gleyma sér ekki.
Afturelding 3. tbl. 1939, bls. 36
Óbrigdult
medal.
Amerískur biskup mætti á göngu
sinni lækni, sem bauð honum að
aka með sér í bíl sínum í staðinn
fyrir að ganga. Læknirinn var mikill
vantrúarmaður. Eftir dálitla stund
snerust samræðurnar að trúmál-
um.
„Ég er alveg undrandi yfir því,“
sagði læknirinn, „að svo skynsam-
ur maður og þú ert, skulir geta
trúað slíkum gömlum skröksög-
um.“
Biskupinn svaraði ekki strax, en
eftir stundarkorn sagði hann:
„Læknir, við skyldum álykta sem
svo, að fyrir nokkrum árum hefði
einhver mælt með læknisaðferð við
lungnabólgu og gefið yður leið-
beiningar í því efni. Síðan hefðir þú
keypt þessi meðul og notað þau
eftir fyrirsögninni og fengið lækn-
ingu. Segjum svo, að þú hefðir not-
að þessa aðferð í læknisstörfum
þínum alltaf síðan og fundið hana
óbrigðula, ef farið var samkvæmt
leiðbeiningunum, hvað mundir þú
segja um þann mann sem ekki vildi
trúa orðum þínum og ekki heldur
vildi reyna þessa aðferð?“
„Ég mundi álíta hann vera mesta
heimskingja," svaraði læknirinn.
Þá sagði biskupinn: „í 25 ár hefi
ég nú reynt náðarkraft Guðs til
frelsis. Hann breytti mér algerlega,
þegar ég tók trú á Krist. í öll þessi
ár hefi ég prédikað þetta frelsi fyrir
öðrum, og þegar menn hafa veitt
því viðtöku, þá hefir það aldrei
brugðist. Ég hefi séð drambsama
menn verða auðmjúka, drykkju-
menn verða reglusama, blótsama
menn hafa hætt við blótsyrðin,
óráðvandir menn hafa orðið ráð-
vandir. Ríkir og fátækir, lærðir og
ólærðir, gamlir og ungir hafa á lík-
an hátt fengið „lækningu“ við sjúk-
dómum syndarinnar.
„Já, þú hefir sannfært mig bisk-
up,“ sagði læknirinn, „það er ég
sem hefi verið heimskur."
En þetta er ekki endirinn. Þessi
vantrúaði læknir snerist algerlega
til Krists og fór að starfa fyrir hann.
Hann gerðist forstöðumaður fyrir
mjög blessunarríku sunnudags-
skólastarfi.
Aftuelding 3. tbl. 1939, bls. 36
Það var einu sinni rammur frí-
hyggjumaður sem átti heima í
verksmiðjuþorpi nokkru erlendis.
Hann vildi alls ekki heyra orð Guðs
eða hafa nokkuð með Guð að gera.
Svo bar það til að vakninga-
prédikari kom til þorpsins og fór að
boða fagnaðarerindið um Jesúm
Krist, að margar sálir komu til við-
urkenningar á sannleikanum. Frí-
hyggjumaðurinn heyrði margt um
þennan skrítna mann talað og ræð-
ur hans, og gerðist því harla forvit-
inn. Hann ákvað því með sjálfum
sér, að hann skildi fara á samkomu
til þess að sjá ræðumanninn, en
ekki vildi hann heyra eitt einasta
orð; því hafði hann heitið konunni
sinni með handabandi.
Þegar hann kom í samkomuhús-
ið nam hann staðar á ganginum og
beið eftir að sjá ræðumanninn, og
þá ætlaði hann að flýta sér út. En
er samkoman byrjaði komst hann
ekki út fyrir fólksfjöldanum, sem
fyllti alla ganga. Nú voru góð ráð
dýr. Hann tók þá til þess ráðs, að
stinga fingrunum upp í eyrun á sér,
til þess að hann heyrði ekki neitt.
En guð hefir marga vegi og mörg
ráð. Þegar ræðan stóð sem hæst
kom fluga og settist á nefið á hon-
um, svo hann klæjaði óþægilega.
Hann fór að blása: Fu, fu, fu og
flugan fór. En eftir litla stund kem-
ur hún aftur og settist aftur á nefið
á honum hann fór aftur að blása af
öllum mætti: Fu, fu, fu, fu, en ekk-
ert dugði. Flugan situr kyrr á sín-
um stað á nefinu. Þá brá fríhyggju-
maðurinn sem snöggvast hendinni
upp að nefinu. En um leið hrópaði
ræðumaðurinn: „Blóð Jesú, Guðs
sonar, hreinsar oss af allri synd.“
Það var nóg. Verk Guðs var byrj-
að í hjarta þessa manns, og eftir
skamma hríð tók hann trú á þann
Guð, sem hann áður hafði fyrirlitið
og hatað.
Úr sænsku blaði. J.S.J. Bergstad.
Afturelding 1. tbl. 1941, bls. 11.
Fríhyggjumaðurinn
og flugan.