Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 31
Minnst látinna
f
Jónína Pálsdóttir
f. 28.05.1901
d. 06.02.1984
Jónína Pálsdóttir fæddist að Kerl-
ingadal í Mýrdal og var dóttir hjón-
anna Páls Bárðarsonar og Oddnýjar
Andrésdóttur.
3. janúar árið 1925 giftist hún eft-
irlifandi manni sínum, Páli Júlíusi
Einarssyni, vélstjóra. Varaði hjóna-
band þeirra í rösk 54 ár. Eignuðust
þau sjö börn, af þeim hópi misstu
þau þrjá drengi, en eftir lifa Andrés,
Margrét, Hanna og Súsanna.
Jónína andaðist að hjúkrunar-
deild Hrafnistu í Reykjavík, 6. febr-
úar síðastliðinn. Skorti hana þá
tæpa íjóra mánuði í fullnuð 83 ár
lífsgöngu sinnar hér í heimi. Nú við
dánardægur Jónínu voru afkomend-
ur þeirra hjóna 53.
Söfnuðrinn kveður góða, trúfasta
systur. Sæti hennar er autt, en
minningin björt og fögur. Við erum
fátækari en himinninn ríkari. Með
innilegu þakklæti í Jesú nafni.
Leiðrétting:
í síðasta tölublaði var rangt farið
með nöfn tveggja einstaklinga í
grein um Kotmúla í Fljótshlíð. Rétt
f
Ingigerður Guðjónsdóttir
f. 01.05.1897
d. 19.02.1984
Ingigerður Guðjónsdóttir fæddist
að Guðnastöðum í Austur-Landeyj-
um, dóttir þeirra hjóna Guðjóns
Jóngeirssonar og Guðbjargar
Guðnadóttur. Var hún elst níu
systkina.
14. maí árið 1918 giftist hún
Guðna Markússyni, Kirkjulækjar-
koti í Fljótshlíð. Bjuggu þau þar all-
an sinn búskap. Eignuðust þau níu
börn. Missti hún eiginmann sinn 4.
mars árið 1973.
Ingigerður andaðist eftir þung og
erfið veikindi af völdum heilablóð-
falls 19. febrúar síðastliðinn á
Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík.
Það er skarð fyrir skildi við brottför
hennar. Við dánardægur hennar
voru afkomendur 121.
Eftir 34 ára samfylgd kveður
söínuður Hvítasunnumanna Ingi-
gerði Guðjónsdóttur og þakkar
henni góð og þung lóð á vogar-
skálum Drottins. Minning hennar
verði blessuð í Nafni Jesú Krists.
er: Guðbjörg Jónasdóttir og Magn-
ea Sigurðardóttir og eru hlutaðeig-
andi beðnir velvirðingar.
t
Sigurveig Aðalsteinsdóttir
f. 24.08.1908
d. 19.02.1984
Sigurveig Aðalsteinsdóttir fædd-
ist í Vopnafirði og ólst hún þar upp
við öll algeng störf. Hún var af góðu
fólki komin og fékk orð trúarinnar í
sig sem barn.
Meira en 40 ár starfaði hún að
líknarmálum á elliheimilinu Grund í
Reykjavík. Hún kom sér þar ákaf-
lega vel, vegna mikils hlýleika og
kærleika er henni var í brjóst bor-
inn.
Árið 1971 gekk hún í Fíladelfíu-
söfnuðinn í Reykjavík og stóð þar
órofa síðan. Hún elskaði söfnuð
sinn og var virk í starfi hans, til
hinstu stundar.
Sigurveig átti við vanheilsu að
búa hin síðari ár, en hún var alltaf
bjartsýn og trú hennar bar hana
uppi í þjáningum og nauðum.
Hún andaðist á Grund í Reykja-
vík, 19. febrúar síðastliðinn og var
síðan jarðsungin á Vopnafirði.
Með Sigurveigu er gengin heil-
steypt kristin kona er ekki mátti
vamm sitt vita í neinu. Við vinir
hennar geymum bjartar minningar
um góða konu sem gengin er á
Drottins fund.
AFTURELDING
51. árgangurl. tbl. 1984
Útgefandi: Blaða- og bókaútgáfan, Hátúni 2. 105 Reykjavík.
Simi 91-20735/25155. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar J.
Gíslason. Blaðamaður: Matthías Ægisson. Setnlng og
prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Uppsagnir miðast
við áramót. Vinsamlegast tilkynnið breytingar á áskriftum og
heimilisföngum til skrifstofunnar. Árgjaldiðer350krónur.
Ég óska eftir að gerast áskrifandi að
AFTURELDINGU
Nafn ---------------------------------------
Heimili -------——---------------------------
Póstnr. ---------------Póststöö ------------
Hönnun forslöuleturs: Guðjón Hafliðason
Forsíöumynd: Jón Ögmundur Þormóðsson. Myndin er tekin
i Bessastaðakirkju af listaverki Guðmundar Einarssonar frá
Miðdal, og sýnir Guöbrand biskup halda á Guöbrandsbibliu.