Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 3
um, sem hann hefur velþóknun
á.“
Jólin nálgast nú, friðarhátíðin.
Þegar styrjaldir hafa geisað hefur
iðulega verið samið um vopna-
hlé yfir þessa miklu friðarhátíð.
Hnginn vill upplifa styrjöld, og
menn fyllast ótta og skelfingu
við slíka tilhugsun. Það er ekki
nema eðlilegt þegar litið er til
alira þeirra gereyðingarvopna
sem til eru nú á dögum og víg-
búnaðarkapphlaupsins sem á sér
stað. Margir sjá þessa ógnun og
stofna friðarhreyfingar, sem láta
nokkuð að sér kveða eða bindast
samtökum eins og t.d. samtök-
um lækna gegn kjarnorkuvá.
Boðskapur englanna var:
„Friðurá jörðu". Mannkynssag-
an greinir frá mörgum styrjöld-
um og hernaðarátökum. Svo er
enn á okkar tímum. Hvað er átt
við með orðum englanna?
kunna menn að spyrja. Er átt við
alheimsfrið? Friðsælt umhverfi?
Eða frið þess manns sem lætur
sig umhverfið engu skipta? Er
þetta eitthvað sem friðarhreyf-
■ngar eða samtök geta áorkað
eða komið til leiðar?
Til að fá svör við þessum
spurningum og öðrum ámóta,
þurfum við að komast að raun
um hvað átt er við með notkun
orðsins „friður“ í Biblíunni. Það
finnst níutíu og einu sinni í Nýja
testamentinu. Gríska orðið er
>,EIRENE“. í Nýja testamentinu
virðist þetta orð hafa nokkuð
fastmótaða merkingu.
A tímum Hómers merkti orð-
'ð andstöðu stríðs, eða tímabil
eftir stríð, tímabil velmegunar,
>aga og reglu. Á tímum Platós
§at það líka þýtt friðsamleg
licgðun manna eða stjórnun.
I þýðingu Gamla testamentis-
ms á grísku, Septuagintu, sem
gerð var árið 285 f.Kr. er
„EIRENE" nær undantekninga-
laust notað sem þýðing á
hebreska orðinu „SALOM“,
sem kernur fyrir meira en tvö-
hundruð og fimmtíu sinnum í
Gamla testamentinu. „EIR-
ENE“ er þó stundum notað þar
til að þýða hugtök eins og
„hvíld“ og „öryggi". „SALOM“
merkir ekki aðeins andstöðu
stríðs, heldur andstöðu hvaða
röskunar sem kann að verða á
velferð samfélagsins. Þar af leið-
andi merkir „EIRENE“ í
Septuagintu líka almenna vel-
ferð þar sem upphafið og gef-
andinn ereinn og hinn sami þ.e.
Guð.
„Friður" er hápunktur Bless-
unarorðanna. Friður —
„SALOM“ — ergjöf Guðs. Það
kemur víða fram í Biblíunni að
Guð gefur friðinn. Alls staðar
þar sem við lesum um friðinn
sem gjöf Guðs, sjáum við að frið-
ur felur í sér nærveru Guðs. En
Jeremía segir einnig að Guð geti
tekið frið sinn aftur.
Sú hugmynd sem Biblían gef-
ur okkur um frið er fyrst og
fremst sú að maðurinn verði
allekinn af friði Guðs. Friðurinn
grundvallast á endurlausnar-
verki Guðs, opinberast í nýrri
sköpun hans og mun fullkomn-
ast við endurkomu Jesú Krists.
Friðurinn kemur frá Jesú
Kristi. í Jóhannesarguðspjalli er
því haldið fram að þessi friður sé
ólíkur þeim friði sem heimurinn
hefur upp á að bjóða, þar sem
hann er gefinn af Kristi sjálfum.
Kristur er meðalgöngumaður
friðarins, hann réttlætir okkur
frammi fyrir Guði, svo við höf-
um frið við Guð, og getum með
djörfung komið til hans. í trú-
boðsskipun sinni sagði Kristur
við lærisveinana að þann frið
skyldu þeirboða.
Friður Krists er eitthvað sem
ríkir hið innra, ríkir í hjörtum
þeirra sem við honum taka.
Þessi friður, sem gefinn er af
Guði, er meðtekinn og varð-
veittur fyrir samfélagið við Jesú
Krist. Allur framgangur hins
trúaða í helgun, varðveislu og
fullkomnun þjónar þeiin tilgangi
að auka hlutdeild mannsins í
friði Guðs. Þessi friður verður
augljós í ávexti andans sem er:
Kærleiki, gleði, friður, lang-
lyndi, gæska, góðvild, trú-
mennska, hógværð og bindindi.
Því ætti að vera ljóst, að þegar
talað er um frið, þá er átt við
innra ástand mannsins, sem get-
ur verið allt annað en ástand
umhverfisins. Það er ástand þess
manns, sem Guð hefur velþókn-
un á, sem breytir eins og Guði er
þóknanlegt. Það er sá sem tekið
hefur við Friðarhöfðingjanum,
Jesú Kristi, og trúir á hann.
Hann boðaði frið, og hvatti læri-
sveina sína til að gjöra slíkt hið
sama. Það er því þeirra, sem
upplifað hafa þennan frið, að
boða hann. Það er sá friður sem
engin friðarhreyfing getur veitt.
Jesús sagði: „Sælir eru friðflytj-
endur“. Sá sem er altekinn af
nærveru og friði Guðs getur því
flutt frið.
Friður Guðs er ekki eitthvað
sem kallar á einangrun frá um-
hverfinu eins og Stóumenn
kenndu, né heldur llótti inn í
andatrú, dulspeki eða dulræna
íhugun. Allt slíkt er Guði and-
styggilegt. Friður Guðs er fögn-
uður og fullvissa þess manns
sem hefur tekið á móti frelsara
sínum, Jesú Kristi.
Öllum má því vera ljóst að
friður Guðs er fyrir alla, því allir
eru jafnir fyrir Guði. Friðurinn
er því fyrir alla sem við honum
vilja taka. Megi Friðarins Guð
gefa ykkur öllunt lesendur góðir
friðarins jól.