Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 4
Paul Hansen: Sönn jólahátíð Jólin eru komin — og um það getum við engu breytt. Mennirnir vilja breyta öllu, og margt er öðruvísi núna en það áður var — en jólin koma aítur á hverju ári. Verða jól þetta árið? Munum við hafa efni á hangi- kjöti, rúsínugraut og dýrum gjöf- um? Hvað eru jólin? Eru jól vegna þess að við borðum hangikjöt eða gefum hvert öðru gjafir? N-i, við gefum gjafir vegna þess að við erum glöð, og við erum glöð vegna þess að það eru jól. Já, jafnvel þótt við fáum engar gjafir eða höldum enga hátíð, þá eru samt jól. Við undirbúum okkur Við bökum og gerum allt til þess að hátíðin verði sem full- komnust. Börnin eru spennt og eftirvæntingarfull. Þau geta varla beðið eftir að dagurinn renni upp. Eru jólin ekki bráðum að koma? Já, þau eru hátíð barn- anna og hinna fullorðnu. En eru jólin einnig hátíð Jesúbarnsins? Er pláss fyrir það? Hátíðin á ekki aðeins að vera matur, félags- skapur, ánægja og og nauðsynleg afslöppun. Látum Jesú vera miðdepilinn, en ekki einungis í

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.