Afturelding - 01.12.1987, Side 22

Afturelding - 01.12.1987, Side 22
Carolyn Kristjánsson Hlutverk kvenna í söfnuði Krists 2, hluti Carolyn Kristjánsson hefur BA gráðu í guðfræði. Hún hefur starfað á íslandi síð- an 1984 og er nú húsmóðir á Akureyri. Carolyn ólst upp í Brasilíu, þar scm for- eldrar hennar voru kristniboðar. Fyrrihluti þessarar greinar birtist í 3. tbl. Aftureldingar 1987. Þar varpaði höfundur fram spurningu um hver væri staða kvenna í söfnuði Jesú Krists, eða innan kristninnar, í Ijósi samtímahátta Jesú Krists. Fjallað var um konur allt frá tímum Gamla testamentisins og hvernig Jesús umgekkst konur á annan hátt en siðvenjur buðu. Einnig var leitað skýringa á af- stöðu Páls postula til kvenna inn- an frumsafnaðarins, hvort hún byggðist á sannri karlrembu eða réðst af þjóðfélagsaðstæðum. II. HLUTVERK KVENNA í SÖFNUÐI KRISTS Heimildir úr ritum Páls í Galatabréfinu 3:28 skrifar Páll um skilyrðin til þess að geta tilheyrt Kristi. „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú.“ A dögum Páls táknuðu ofan- greindir flokkar þjóðfélagsstöðu og voru menn annað hvort hátt eða lágt settir, eftir því hvar þeir flokkuðust. Samt fullyrðir post- ulinn að fagnaðarerindi Jesú Krists sé hafið yfir slíkan grein- armun, og allir standi jafnfætis í augum Guðs. Þar sem allir hafa syndgað, og allir, án aðgreining- ar, hafa verið jafn réttlættir fyrir endurlausnina í Kristi (Róm- verjabréfið 3:21-24), þá er öllum leyfilegt að þjóna honum án að- greiningar. Munurinn á Gyðingi og útlendingi, þræli og frjálsum manni, karli og konu er þurrk- aður út í Kristi og allir eru hæfir til þess að þjóna honum á hvern þann hátt sem hann kann að kalla fólk til. Þessi staðreynd er undirstrik- uð á mörgum stöðum þar sem Páll talar um samstarfsmenn sína við boðun fagnaðarerindis- ins. Athugum Filippíbréfið 4:1-3, þar sem tvær konur, Evodía og Sýntýke eiga í deilum (flestir lenda í því að minnsta kosti einu sinni). Það sem er at- hyglisvert er ekki ágreiningur þeirra, heldur það að Páll talar um þær á sama hátt og hann talar um Klemens, karlmann. Hann kallar þau öll samverkamenn, því að þau hafa öll tekið þátt í baráttunni við boðun fagnaðar- erindisins. Engin verkaskipting er gerð eftir kynjum, heldur eru þau öll samstarfsmenn. Með öðrum orðum, systur og bræður standa jafnfætis að mati postul- ans. Talandi um samstarfsmenn, er athyglisvert að líta á upptaln- ingu Páls á vinum í Rómverja- bréfinu 16. kafla. Hann nefnir fyrst „Föbe, . . . þjón safnaðar- ins . . . í fyrsta versinu. Það er athyglisvert að orðið „þjónn“ er þýðing á gríska orðinu diakonos, sem er þýtt sem djákni annars staðar (t.d. í I. Tí- móteusarbréfi 3:8), og almennt er álitið að Föbe hafi verið djákni (díakonessa). Fyrra Tí- móteusarbréf 3:11 bendir einnig á þátttöku kvenna í þessari þjón- ustu, því að þar skýtur Páll inn versi með ábendingum til kvenna, þar sem hann er í miðj- um klíðum að telja upp þau skil- yrði sem djáknar skulu uppfylla. Hvað gerðu djáknar? Sum störf þeirra eru nefnd í Postulasög- unni 6:2-8, þar sem þeir bera ábyrgð á ýmsum störfum allt frá því að þjóna til borðs upp í að prédika með smurningu og

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.