Afturelding - 01.12.1987, Page 23

Afturelding - 01.12.1987, Page 23
kraftaverkum. Orðfæri gríska textans gefur til kynna að Föbe hafi innt af hendi svipaða þjón- ustu og karlmennirnir samherjar hennar. I þriðja versi sama kafla (Rómvbr. 16), sendir Páll kveðj- ur til Prisku (Priskillu) og manni hennar Akvílasi, „samverka- mönnum í Kristi Jesú.“ Þetta orðalag, segir Adolf von Harn- ack, gefur til kynna að þau liafi verið atvinnutrúboðar og kenn- arar. Þegar kirkjufaðirinn Krý- sostóm umskrifaði Postulasög- una 18:26 gekk hann svo langt að sleppa alveg nafni Akvílasar, og nefnir einungis Prisku sem kennara Appólosar. Jafnvel Tertúllíus, þótt hann sé ekki þekktur fyrir að hafa borið mikla virðingu fyrir konum, undirstrikar þetta með því að skrifa: „Heilög Priska boðar fagnaðarerindið.“ Páll segir ekki aðeins að þau hafi hætt lífi sínu hans vegna, heldur að allar kirkjur meðal heiðingjanna séu þeim þakklátar, og það sýnir að þjónusta þeirra hefur verið út- breidd. Meðal annarra í upptalningu Páls í Rómverjabréfinu 16 eru „María, sem mikið hefur erfiðað fyrir yður“ (6.v.); Narkissus, semvirðist verabústjóri. (11.v.); „Trýfæna og Trýfósa, sem hafa lagt hart á sig fyrir Drottin“ (12.v.); og „Persis, hin elskaða, sem mikið hefur starfað fyrir Drottin" (12.v.) Síðan er móðir Rúfusar (16:13), Júlía, systir Nerevs og Ólympas (15.v.). Eitt mjög forvitnilegt nafn er í sjöunda versi. Það er Júnías, sem „skarar fram úr meðal post- ulanna,“ einn af „ættingjum . . . og sambandingjum“ Páls. Þrátt fyrir að nafnið sé karlkyns í nýrri þýðingum Ritningarinnar, er álitið að upphaflega hafi það verið kvenmannsnafnið „Jún- ía“. Flestir ritskýrendur fyrri alda eru sammála um þetta. Krýsostóm skrifar: „Ó, hve mik- il var helgun þessarar konu að hún skyldi verða talin verð þess að kallast postuli.“ Það er áhugavert að hugsa til þess að kona skuli hafa verið talin með postulunum á dögum frumkirkj- unnar. Burtséð frá þeim áhugaverðu möguleikum sem birtast í gríska textanum og ritskýringum kirkjufeðra fyrri alda, er það þýðingarmest að Páll talar um þessar konur sem vini og sam- starfsmenn. Þær voru trúar og tryggar jafnvel þótt þeim væri varpað í fangelsi. Þetta fólk var tilbúið að fórna lífi sínu fyrir fagnaðarerindið. Postulinn talar um slíka með sömu orðum hvort sem um karl eða konu er að ræða. Þau eru öll samstarfsmenn hans í Drottni við að breiða út fagnaðarerindið og Páll gerir ekki mun á konu og karli. Hvatning til þjónustu Hvað er það sem hvetur kon- ur nú á dögum til þess að taka virkan þátt í þjónustu í söfnuði Krists? í fyrsta lagi höfum við biblíuleg rök fyrir því að Guð geri engan greinarmun á karli og konu þegar rætt er um skilyrði til inngöngu í ríki Guðs eða hæfi-

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.