Afturelding - 01.12.1987, Qupperneq 35

Afturelding - 01.12.1987, Qupperneq 35
biðja, því að allir voru að fara heim. Til allrar hamingju var ekki nýbúið að fægja gólfið nreð kúa- mykju, svo þar fór vel um strák- ana liggjandi á dýnum. Við slökktum snemma á steinolíu- lömpunum, og allt var rólegt og notalegt. En vaktmennirnir tveir, sem söfnuðurinn hafði lát- ið okkur í té til þess að gæta okk- ar og bílsins, sváfu ekki eins og sumum vaktmönnum er títt. Nei, það voru fjörugar samræð- ur undir sýprisþakinu. Öðru hvoru heyröi ég bara í engi- sprettunum og önnur frumskóg- arhljóð, en ég sofnaði á milli. Um fimmleytið byrjaði han- inn að gala. Hundar geltu og við heyrðum að fólk safnaðist sam- an kringum kofann. Það fyrsta sem ég sá þegar ég opnaði glugg- ann um hálfsjöleytið, var risa- stór brúnn hani, sem stóð bund- inn beint fyrir neðan. Eg missti matarlystina þann daginn. Eftir sunnudagaskólann dreifðum við sælgæti til barn- anna, þeim til óblandinnar ánægju. Síðan var samkoma. Margir komu einnig í heimsókn frá næsta söfnuði og um 150 manns, stórir jafnt sem smáir urðu að þrengja sér á steinana. Kór eða tónlistarhópur frá báð- um söfnuðunum söng bæði vel og lengi. Þeir sem komu úr ná- grannasöfnuðinum höfðu gítar meðferðis, en aðrir spiluðu bara á trommur. Maður nokkur, sem hafði verið heyrnarlaus, en læknast fyrir nokkrum árum, kom l'ram og söng. Margir báru fram vitnisburði og kveðjur. Eftir ræðuna komu margir fram til fyrirbænar, ýmist til frelsis eða lækningar. Síðdegis fór að rigna og við urðum að flýta okkur í bílinn strax eftir matinn, til þess að Frímanu Ásmundsson kristniboði í hópi Kisii-manna í Konya. Sunnudagaskólahörn í Kenya. vegirnir yrðu ekki allt of hálir. Að skilnaði voru okkur gefnir þrír stórir bananaklasar, ananas og egg, og fólk var mjög þakk- látt fyrir komu okkar. Embonga er einn af mörgum söfnuðum í Kisii ættbálknum, þar sem fólk streitist við að safna peningum fyrir kirkjubyggingu. Þeir gera eins og þeir geta og vonast eftir hjálp. Ef til vill er einhver af lesendum þessarar greinar, sem langar að gefa þeim nokkrar uppörvandi krónur. Hér er hægt að byggja góða kirkju fyrir 250 000 íslenskar krónur. En það eru miklir pen- ingar fyrir fólk sem streitist við að láta enda ná saman dags dag- lega, og þess vegna verða allir að fá meiri eða minni aðstoð. Þá er þessi helgi liðin. — Við erum oft þreytt, en við sjáum að það borgar sig að boða fagnað- arerindið. I Kisii-héraðinu, þar sem Frímann er við stjórn, eru um þrjátíu söfnuðir. Margir frelsast bæði þar og í öðrunr ætt- bálkum, og við sjáum að fagnað- arerindið er kraftur Guðs til frelsis hverjum þeim sem trúir.

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.