Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Qupperneq 47
41
komið með spurningar og efasemdir þá, eins
og nú. 1 fornöld var ráðist að kristnum mönn-
um, ekki aðeins með líkamlegum pyntingum,
heldur einnig í ræðu og riti. Það var ritað á
móti kristinni trú, það voru gefin út rit gegn
kristindóminum, og þá einnig gegn upprisu-
trúnni. En hinir kristnu svöruðu með einurð og
sannfæringarkrafti.
Páll postuli hræddist ekki spurningarnar.
Hann svarar. Svör hans finnast enn. Þau eru
geymd í I. Kor. 15. — Það er rnikil djörfung
í þeim kapítula. Þar biður hann menn að líta
á undrið, lífsundrið, sem verður í ríki náttúr-
unnar, og þá muni um leið mótast í huga þeirra
mynd af upprisunni. Hann bendir þeim á sáð-
kornið, sem lagt er í jörðina. Sáðkornið er lagt
í jörðina. Það breytist og ummyndast. Það rís
upp. Líkami mannsins er lagður í jörðina. Þar
leysist hann upp. En það er upprisa í vændum.
— Þegar þú leggur sáðkornið í jörðina, þá seg-
ir þú með sjálfum þér: Jurtin rís upp. — Það
verður horft á jurtir og blóm. — En það sem
rís upp, er miklu ásjálegra en það, sem sáð var,
miklu veglegra. En það er í sambandi við það,
sem var sáð, í sambandi við moldorpið sáðkorn-
ið. Á þetta bendir postulinn og beinir svo huga
vorum að upprisunni. »Sáð er forgengilegu, en
upprís óforgengilegt.; sáð er í vansæmd, en upp-
rís í vegsemd, sáð er í veikleika, en upprís