Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Side 48
42
í styrkleika, sáð er náttúrlegum líkarna, en
upprís andlegur líkami«.
Til skýringar og leiðbeiningar eru oss kristn-
um monnum geymdar sögurnar um dvöl Jesú
hjá lærisve'nunum, er hann birtist þeim eftir
upprisuna. Þeir sáu hann deyja á krossinum.
Yfirbugaðir af sorg lcgðu þeir líkama, hans í
gröfina. En hann reis upp, hann var hjá, þeim,
og fyrir kraft upprisu hansi gjörbreyttust þeir
og fylltust heilagri gleði.
Þann'g er oss sýnt, hvernig dauðlegur lík-
ami vor á að breytast í dýrðarlíkama, og það
skelfir oss ekki, þó að vér vitum, að líkaminn
leysist upp. Vér trúum á mátt Guðs, Vér trú-
um á eilíft líf. Vér viturn um þann lifskraft,
sem er sterkari en dauðinn.
Það hefir oft verið reynt að útrýma þessari
trú. Menn hafa, á margan hátt reynt að afsanna
upprisuna. — Fyrir mörgum öldum var ofsókn
hafin gegn kristnum mönnum, suður í Evrópu.
Margir létu þar lífið. Lík þeirra voru látin
liggja á. strætum úti í nokkra daga, til þess að
hundarnir gætu náð til þeirra. Því næst var
líkunum safnað saman, og brennd til ösku.
En hvað gerðu menn við öskuna? Þeir tóku ösk-
una og dreyfðu henni út á fljótin. En við vini
píslarvottanna sögðu þeir: »Hvar er nú upp-
risutrúin?«
Hverju svöruðu hinir kristnu? Þeir söfnuð-