Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Side 49
43
ust saman, Peir vegsömuðu. Guð, sem hafði upp-
vakið Jesúm frá dauðum, og mundi einnig gefa
þeim, er dáið höfðu fyrir trúna;, upprisu og ei-
líft líf.
Andstæðingarnir scgðu: »Hinir dánu eru að
engu orðnir. Allt er horfið. Lífið.er horfið«. En
hinir kristnu c.ögðu: »Guð getur fundið þá, þeim
er ekki gleymt af honum«.
Þetta er kristin trú en.n í dag. Spurningin, er
þessi: Trúi ég á Guð eða geri ég það ekki? Ég
trúi á Guð og vegna þeirrar trúar veit ég, að
Guð sér mig, heyrir til mín og kemur mér ti'l
hjálpar, þó að ég ,sé eins og lítið sandkorn í
óteljandi heild. Eins mun, hann finna mig og
þig, þó að við liggjum lágt í mold, þó að við
séum horfin héðan.
Hvað erum vér á mælikvarða veraldarsög-
unnar? Þó að 2—300 mannsi dæu hér á einum
degi, það yrði talað um það um stund. En svo
mundi fyrnast yfir það. Þe,ss sæust engin merki
í sögu heimsins- En þessi er trúin: »Þó að oss
verði gleymt af öllum, þá, er oss ekki gleymt af
Guði. Ha,nn getur fundið oss* hvernig sem fer
um líkamann«.
★
Á hverju byggist þessi upprisutrú? Hún
byggist á trúnni á Jesúm Krist. Ég trúi á
Jesúm Krist, krossfestan og upprisinn. Það
varó páskamorgunn, upprisumorgunn á þessari