Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Blaðsíða 54
48
Frá Danmörku eru Nyborgstrand inótin mörg-
um kunn. 1 Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, mun
þeirri reglu fylgt að færa mótin, til, svo þau
séu haldin sem víðast í landinu. ISr það gert
til þess að áhrifa þeirra gæti víðar. I Noregi
eru oft haldin umdæmismót fyrir trúað fólk,
sem safna utn 5—6000 þátttakendum.
Allt hefir þetta starf orðið til ómetanlegrar
blessunar, ba.'ði einstaklingum, og svo kristnu
starfi almennt.
★
Hór á, landi hafa slík mót, verið lítt kunn.
Emla hefir trúarlíf þjóðarinnar ekki verið ein-
kennt þeim hita og innileik, að menn finni sig
knúða til að dvelja þannig saman um þetta eina.
Þykir jafnvel sumum kirkjunnar mönnum slíkt
vera tilgangslaust — kristilega, jafnt sem ma,nn-
lega séð. Er það að vonum, því slík mót; eru
sprottin upp af þörf þess, kristilega trúarlífs,
sem sá einn skilur, er reynt hefir. Það er hvorki
miðað við kirkjulegan eða kristilegan áhuga,
heldur sannarlegt trúarlíf.
Og þe:m, sem það líf eiga, er samfélagið jafn
mikil lífsnauðsyn, hvar sem þeir búa. Jafnt í
kotríkinu fsland sem í stórveldunum Englandi
og Þýzka’andi eða öðrum löndum. Því hlaut og
að því að koma hér — sem annarsstaðar — að
slík mót yxu upp. Að vísu í fátækt eins og ann-
að, en þó af þörf. Er Hraungerðismótið nú al-