Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Side 75
69
d. minnist ég’ þess, að eftir kvöldmat á sunnu-
dagkvöld var mér reikað inn í eitt tjald, sem
í bjuggu þátttakendur utan af landi. Þeir voru
að raula lag, sern þeir gjarna vildu læra, en gátu
það illa hjálparlaust. Smátt og smátt óx söng-
urinn, og loks voru um 20 manns komnir inn
í þetta tjaldkríli. Og áfram svall söngurinn og
dró æ fleiri til sín, svo menn stóðu, í hnapp fyr-
ir utan tjaldið. Þá fóru allir út, og þátttakend-
ur söfnuðust saman á torginu og s’ungu hvern
lofsönginn á fætur öðrum, Drottni til dýrðar.
Það er ógleymanleg stund.
Eða þegar verið var að kveðja þá, sem heim
fóru á sunnudagskvöld. Þeir, sem eftir voru,
sungu uppáhaldssöng mótsins: »Sterk eru and-
ans bönd«, eftir séra Fr. Fr. Veðrið var und-
ursamlega kyrrt og milt, og kvöldfriðurinn var
lagstur yfir landið. Kl. var orðin 10. Og söng-
urinn hljómaði með seiðandi mögnun út, yfir
landíð, og með einkennilegum samhljóm við
hægan, kvöldblæ og kvöldkyrrð. Yfir þessari
kvöldstund hvíldi sú helgi, sem aðeins lofsöngs-
og tilbeiðslustund til skaparans, getur veitt.
Og vér vorum öll gripin af þessari helgi. Vér
gátum ekki slitið þessari lofgjörðarstund. Bif-
reiðarnar brunuðu úr hlaði og kveðjusöngurinn
hljómaði milli vinanna:
Þótt skilji lögur lönd
ei lýð Guðs skilja höf