Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Síða 89
83
en ekki eins og nú hjá kirkjumálaráðuneytinu.
Það ráðuneyti hefir þó guðfræðing, sem fastan
starfsmann, sem á að undirbúa öll mál varð-
andi kirkjuna. Þættu það mikil undur hér.
Scensku rikiskirkjunni svipar að sumu leyti til
þeirrar finnsku. Fyrirkomulag safnaðanna, og
skipun presta er svipað og í Finnlandi. Hvert
hinna 12 biskupsdöema landsin's hafa sitt »dom-
kapitel«,, s,em skipar prestana. Það hefir og rétt
til að dærna í kirkjulegum má,lum varðandi
presta, kennara og skóla;. Dómum þess má áfrýja
til venjulegra dómstóla.
Sænska kirkjan hefir einnig eigið þing, skip-
að 30 prestum og jafnmörgum leikmönnum.
Erkibiskupinn er sjálfkjörinn forseti þess,.
Það er háð 5. hvert ár og eru málin lögö fyrir
það af konungi, eða þingfulltrúum. Þingið ákveð-
ur ekki lög, en hefir tillögurétt. 'Ríkisþing og
konungur í sameiningu hafa, valdið til þess að
setja, breyta og afnema lög varðandi kirkjuna.
Þó þarf samþykki kirkjuþingsins. Kirkjuþingið
hefir neitunarvald. Lög varðaadi kirkjuna, sem
rikisþing og stjórn gefa út, koma: ekki til fram-
kvæmda nema kirkjuþing gefi samþykki sitt.
1 Noregi hefir hver söfnuður sína stjórn, sem
hefir frjálsar hendur viðvíkjandi frjálsu starfi í
söfnuðinum. Þau hafa tillögurétt um skipun
presta sinna, en ráðherra skipar hvern, sem
Tiann vill. Sóknarnefndirnar hafa, einnig atkvæð-