Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 33
Meginatriðin.
(Erindi flutt á kristniboðsþinginu 1933).
Kristindómurinn á eitt meginatriði sameigin-
legt með öllum trúarbrögðum: Sannfæringuna
um, að voldugur máttur sé til, sem við menn-
irnir séum háðir. Sjálfsagt er að byrja skil-
greining á meginatriðum kristindómsins í þess-
ari sameign, í því formi, sem kristindómur-
inn á hana. Ég segi því: Kristindómurinn kenn-
ir, að til sé Guð, einn Guð. Pað verður svo að
takast skýrt fram, að liið sérkennilega við
kristindóminn er að finna í öðru en þessu.
Það, sem gerir hann að sérstökum trúarbrögð-
Um, að kristindómi. Enginn maður er kristinn
fyrir það eitt að trúa á tilveru Guðs, eins
Guðs. Þetta segir Ritningin berum orðum, með-
al annars þannig: »Þú trúir, að Guð sé einn.
Þú gerir vel. En illu andarnir trúa því líka
og skelfast« (Jakb. 2, 19.). Lúther hefir sagt:
>:>Skynsemin veit vel, að Guð er til. En hver
oða hvernig hann er, sem í raun og veru er
Guð, það veit hún ekki.« Þarna skilja leiðir
trúarbragðanna. Þær skilja, þegar þau fara að
gera grein fyrir því, sem skynsemin ekki veit,
niannlegt hyggjuvit getur aldrei vitað: Hver og
hvernig hann er, sem í raun og veru er Guð.
Eitt meginatriði kristindómsins er nú um