Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 93
87
láta aðra vera aðnjótandi lesturs hinna heilögu
orða, og áhrif Biblíuþýðingarinnar urðu ómet-
anleg, sjálft orð Drottins hljómaði nú á móður-
máli þjóðarinnar, í kirkju, á, heimilum og í skól-
um, og grundvöllur var lagður að bókmenntum
Þýzkalands með hinni frábæru þýðingu. Einn
af andstæðingum Lúthers, Döllinger, merkur
kaþólskur maður, hefir sagt með þenna þátt
starfsemi hans í huga: »Jafnvel þeir Þjóðverjar,
er líta á Lúther sem villutrúarmann og afvega-
leiðanda í trúarefnum, verða þó að tala með orð-
um hans og hugsa með hugsunum hans, þeir
geta ekki annað.«
Allar bækur Lúthers samanlagðar hafa ekki
haft eins mikil áhrif á þýzka tungu og bók-
menntir eins og Biblíuþýðing hans. Og hver
skyldu þá áhrifin vera á sjálfa kirkjuna?
Lúther festi ekki yndi á Wartburg, sem ekki
var við að búast, hann fór til Wittenberg, beint
á móti hættunni, og nú á næstu árum var slíkt
starf leyst af hendi, sem ekki er hægt að gera
grein fyrir í svo stuttu máli.
I húsi sínu í Wittenberg átti hinn mikli af-
kastamaður farsælu heimUislífi að fagna. Það
er og var fallegur blómgarður kring um húsið,
en heimili Lúthers var sem aldingarður, og þar
naut hann sælla gleðistunda, er hann hvíldi sig
milli bardaganna. Sem dæmi um elju hans má
geta þess, að á árunum 1516—45 komu frá hans