Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 69
63
vizkusamur í öllu starfi mínu. Ö, Drottinn, með
vísdómi þínum og krafti getur allt farið vel,
en gef þú mér meiri auðmýkt og þolinmæði,
styrk þú dómgreind mína og haltu mér á réttri
braut. — Hvað er takmark mitt? Er það pen-
ingar, heiður, metorð, munaður, makræði? Hvao
er það við peningana, sem geti fullnægt þér,
sála mín? Hvaða heiður er til, sem sé sambæri-
legur við þann heiður, sem mér hefir þegar
hlotnast, að vera Guðs barn og eiga í vændum
ófölnandi arfleifð? Hvaða metorð eru fremri
þeim, sem mér hafa þegar holtnazt? Hvaða tign
er sambærileg við það að vera Guðs barn og sam-
arfi Jesú Krists? Munaður, hvað er það? Holds-
ins nautn, sem er ekkert hjá því að sjá bros
á dýrlegri ásjónu Frelsarans. Makræði, hvað
er það? Girnist ég það? Nei, ekki á með-
an sálir eru á leið til helvítis.«
Tæplega þrítugur að aldri, árið 1851, varð
hann meðeigandi verzlunarinnar, sem breytti
þá um nafn og hét nú: Hitchcock & Williams.
Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun'ég setja
þig.« Matt. 25, 21.
•*»
Gengi George Williams í tímanlegum efnum
varð ekki til þess, að hann gleymdi Frelsara
sínum. Hann brann af löngun til þess að leiða
félaga sína til Krists, en erfiðleikarnir voru
^niklir. Hann hefir sjálfur sagt frá þessu þann-