Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 84
78
skurðinn kom dauðinn skyndilega. Meðan Ric-
ard lá banaleguna komu ræður frá hans hendi
í blöðunum, svo að hann hélt áfram að pré-
dika, þó að hann væri við dauðans dyr. Hann
talaði um dauðann á hinn eðlilega hátt, og var
ferðbúinn, tók á móti hinu heilaga altaris-
sakramenti og talaði um, að hvorttveggja væn
yndislegt, að fá heilsubót og mega halda áfram
að starfa í Guðsríki eða fá að fara héðan og
fagna hinu eilífa lífi.
Jarðarför hans var áhrifamikil hátíð, og stóðu
þúsundir manna fyrir utan kirkjuna, en hún
var troðfull af fólki. Til þessa dags eru alltaf
ný blóm á leiði hans, og starfi hans er ekki
gleymt.
I erfðaskrá sinni ákvað hann, að eigum hans
skyldi varið til hjálpar ungum mönnum, sem
eru að ryðja sér braut að settu marki, og
skyldu eignir hans hjálpa æskulýðnum í lífs-
baráttunni.
Við dyr Garnisonskirkjunnar er nú fögur
mynd í steini af Ricard, og á stöplinum mynd
af ungum manni, sem hugfanginn hlustar á
Guðsorð.
Eg stóð í fyrrasumar hjá þessu minnismerku
og það var þakklæti í hjarta mínu, er ég gekk
út að gröf hans og lagði blóm á leiði hans,
um leið og ég minntist orðanna: »Verið minn-
ugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar