Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 89
83
Hverfum til náttúrwnnar. Það er sem vér heyr-
um Lúther seg.ja: Hverfum til Bíblíunnar. 1 Biblí-
unni fann hann það', sem hann leitaði að og
þyrsti eftir: réttlæting af trúnni. Þegar hann
var búinn að ljúka við vandlegan lestur Róm-
verjabréfsins, komst hann; svo að orði: »Nú varð
ég glaður, því að nú opnaðist fyrir mér öll Heí-
lög ritning, já, himininn sjálfur.«
Fjöldi stúdenta þyrptist að hinum unga kenn-
ara og frægðarorð fór af háskólanum, naut Lú-
ther mikillar hylli stúdentanna, og urðu þeir
miklir stuðningsmenn hans.
I klaustrinu sjáum vér niðurbeygðan mann,
ungan mann í sálarraun; við kirkjudyrnar í
Wittenberg sjáum vér mann læknaðan af Guði,
djarfan og öruggan í þjónustu Drottins. Nú eru
4 aldir liðnar. En á 4 vikum bárust setningarn-
ar út um allt Þýzkaland og til næstu landa,
»eins og englar hefðu verið sendir með þær.«
Lúther hafði ekki í hyggju að ganga úr hinni
kaþólsku kirkju, hann ætlaði aðeins að vanda
um og færa í lag, en því var ekki vel tekið.
Menn voru fengnir til þess að hrekja kenningar
hans, en hann var ekki hvarflandi, hann fann,
að hann var verkfæri í hendi Guðs, og nú mætti
hann ekki eingöngu mönnum, sem ætluðu aö
eyða þrótti hans, nú mætti hann þeim, er studdu
hann, og tók hann á móti þeim sem gjöf frá
Guði.
6*