Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 78
72
urðu lögfræðingar. Mörgum þótti einkennilegt,
að sonurinn frá hinu ríka heimili skyldi lesa
guðfræði og langa til þess að verða prestur.
En sannleikurinn var sá, að hann hafði snemma
æfinnar orðið snortinn af krafti og gleði kristin-
dómsins. Ricard, sem var fæddur 2. apríl 1872,
fór að ganga til prestsins, og gekk til ferming-
arundirbúnings Jijá Paulli stiftprófasti, sóknar-
presti við Frúarkirkju. Ricard gleymdi aldrei
þeim degi, 6. júní 1886, er hann í fyrsta sinn
var í spurningum hjá prestinum. Þá rann upp
hin mikla hátíðisstund, er drengurinn mætti
Frelsara sínum og Drottni, og ávallt minntist
hann þessa dags sem þess dags, er Drottinn
hafði gjört. Þegar 25 ár voru liðin frá þeim
degi, og Ricard var fyrir löngu orðinn þjóð-
kunnur maður, sendi hann gamla prestinum
blóm og þakkarbréf, og fögur voru orðin, sem
hann skrifaði, margar greinar í ýms blöð, er
Paulli dó.
Á stúdentsárunum tók Ricard þátt í kristi-
legu starfi og var auk þess hinn áhugasam-
asti námsmaður. Nám sitt stundaði hann af
kappi, en gaf sér tíma til þess að stjórna biblíu-
lestrum á meðal drengja og unglinga í hverri
viku, og hætti hann því ekki, þegar hann var
að búa sig undir embættispróf. Fátt eða ekk-
ert lét Ricard betur en að útskýra biblíuna,
og aldrei hefi ég heyrt það betur gert, já,