Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 43
37
það: »Þú syndari, ert gagnvart mér eins og
hinn réttláti. Eg elska þig eins og þú ert. Dæm-
andi reiði mín hvílir ekki yfir þér, heldur föð-
urleg velþóknun.« Þetta er okkur boðið nú
þegar og okkur er heitið algerðri endurlausn
frá dauða og 'synd, okkur er heitið eilífu lífi með
Kristi, sem er upprisinn eins og »frumgróði
þeirra sem sofnaðir eru.« (1. Kor. 15, 20). »Guð
sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann
mun þerra hvert tár af augum þeirra, og dauð-
inn mun ekki framar vera til, hvorki harmur
né vein, né kvöl er framar til; hið fyrra er far-
ið.« Opinb. 21, 3,—4). Þannig hljóða fyrirheit
ritningarinnar. En þetta er allt veitt af náð,
allt að gjöf, sem er að öllu óverðskulduð frá
okkar hendi.
Þannig er fagnaðarboðskapur ritningarinnar:
Guð kemur til okkar í Kristi til að frelsa okk-
ur. Hann gefur okkur af náð, það, sem við
syndugir menn getum aldrei áunnið okkur,
hversu mörg líf, sem við fengjum hér og hversu
mikla þroskamöguleika, sem við ættum eftir
dauða, gefur okkur fyrirgefning og eilíft líf.
Hér er fagnaðarerindið í fagnaðarerindinu fyrir
okkur synduga dauðavígða menn.
Skilyrðið frá okkar hendi fyrir náðargjöf Guðs
í Kristi er aðeins eitt, trúin. Og þá er ég kom-
inn að enn einu meginatriði krstindómsins:
Trúnvi.