Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 77
71
vegar um Norðurlönd. Einnig hér voru minn-
ingarfyrirlestrar haldnir um hann, því að hér
könnuðust svo margir við hann og rit hans.
Séra Friðrik Friðriksson og Ricard voru hinir
beztu vinir, og Ricard á mikinn þátt í stofn-
un K. F. U. M. hér á landi, og bað allt af fyrir
starfinu. Oft hafði ég á skólaárum mínum heyrt
Fr. Fr. tala um þennan mann, og mikil var til-
hlökkun mín að fá að kynnast honum sjálfum.
Fundum okkar bar saman fyrsta kvöldið er
ég var í Kaupmannahöfn, 4. sept. 1902, og
átti ég því láni að fagna að fá að njóta hinna
miklu andlegu áhrifa hans, og vera í æsku-
lýðsstarfi undir handleiðslu hans öll námsár
mín í Kaupmannahöfn, og minnist ég' þess
tíma með þakklæti og gleði, er ég hugsa um
samtalsfundina, bænastundirnar, biblíulestrana,
kirkjuferðir og altarisgöngur, og er ég í K. F.
U. M. og annarstaðar hlustaði á 'hinn mikla
prédikara, sem átti heima í húsi K. F. U. M.
og var þar framkvæmdarstjóri í 13 ár fyrir
lítil laun, þó að honum hefði verið boðin mörg
glæsileg embætti. Svo hjartfólgið var honum
guðríkisstarfið meðal æskumanna, að hann gaf
sig allan við því á þeim árum æfinnar, er menn
annars sækjast eftir góðri stöðu.
Ricard var af mjög tignum ættum, og var
faðir hans deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu
í Kaupmannahöfn, og allir synirnir nema Olfert