Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 117
111
en einn uppgjafaprestur, sr. Skúli Skúlason.
Prestsskap slepptu: Sr. Ölafur Sæmundsson,
Hraungerði og sr. Knútur Arngrímsson, Húsa-
vík.
Prestafundir: Prestastefnan (synodus) var
hcldin í Reykjavík dagana 22.—24. júní.
Aðalfundur Prestafélags Islands var haldinn
að Reykholti dagana 26. og 27. júní. Sóttu fund-
inn 32 menn alls. Rætt m. a. starf kirkju og
skólai, starfsemi presta og guðfræðinema og
guðfræðikandídata og samþykkt þessi tillaga:
»Fundurinn telur æskilegt, að prestsefnin eigi
þess kost, að kynnast prestsstarfinu hjá góðum
og reyndum prestum, áður en þeir taka vígslu,
1 og felur stjórn Prestafélagsins að styðja að því
í samvinnu við prestsefni, presta og kirkjuráð.«
Ennfremur rætt um kirkjuna og kirkjustjóm-
ina, útgáfu kirkjidegs vikublaðs. — Dr. Björn
B. Jónsson, prestur í Winnipeg, og frú hans
voru gestir fundarins.
I sambandi við fundinn var haldinn presta-
kvennafundur.
Stjórn Prestafélagsins skipa: Próf. Sigurður
P. Sívertsen, formaður, dócent Ásmundur Guð-
mundsson, prófastur Bjarni Jónsson, sr. Friðrik
i Hallgrímsson (ritari), prófessor dr. theol. Magn-
ús Jónsson.
Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða var
i
L