Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 110
104
fylgdi dýrinu með undrun.« (Op. 13, 3). Þann-
ig- varð það, að Antikristur náði völdum innan
kristninnar.«
En sem 'betur fer, þora adventistar ekki að
halda þessari kenningu til streitu, því þeir yrðu
þá að dæma alla til glötunar, sem hafa haldið
sunnudaginn helgan, því að þeir eru á valdi
Antikrists, samkvæmt þessari kenningu. Þeir
finna sjálfir veiluna í kenningu sinni og kann-
ast við það, að það séu til sannkristnir menn,
meðal þeirra., sem halda sunnudaginn heilagan.
Kirkjan fer í þessu efni eftir fyrirmynd
frumsafnaðarins, sem safnaðist saman »á fyrsta
degi vikunnar.« Post. 20, 7. 1. Kor. 16, 2., því
að þann dag hafði Drottinn helgað með upp-
risu sinni, Matt. 28, 1.
8. Heimsslitin. Aðalkjarninn í kenningu ad-
ventista er um heimsslitin, eins og nafnið bend-
ir til. Heimsslitakenningu sína byggja þeir aðal-
lega á Daníelsbók og Opinberunarbókinni. —-
Aðalatriðin eru þessi: Svo sem áður er getið
»kom« Kristur árið 1844, þ. e. þá byrjaði hann
á síðasta þættinum í æðsta prestsembætti sínu,
að hreinsa hinn himneska helgidóm. Og þegar
því er lokið, verða heimsslitin. Þá kemur Kristur
aftur í raun og veru, og þá verður hin fyrri
upprisa. öll Guðs börn, bæði hinir dánu og þeir
sem lifa, íklæðast þá ódauðleikanum, þau eru